luxatio hugans

awakening

sunnudagur, september 13, 2009

Af aukakílóum

Ég er enn að berjast við aukakíló frá því ég flutti hingað. Sko málið er bara þetta: Ég er búin að vera í fríi hérna og afslappelsi og þá snúast hlutirnir mikið um það hvað og hvenær verður borðað næst, engar vökur eða 12 tíma vaktir að sjúga úr manni orku svo allar hitaeiningar setjast utan á mann. Þannig er ég að hugga mig við það að þetta sé hamingjusöm fita sem hangir utan á mér. Mér er illa við hana engu að síður en ætla bara að losna við hana í kærleika.
Ég er svo búin á því þegar ég kem heim úr vinnunni núna að ég kemst ekki út að hlaupa. Það er 200% vinna að þurfa fyrst að skilja hvað er sagt á sænsku og svo díla við læknisfræðilega hluta þess sem sagt var.
Þess vegna langar mig að stökkva á Þórodd og bíta hann á barkann þegar hann spyr mig á hverjum degi hvort ég sé búin að borga fyrir Göteborgsvarvet!!!
Slappaðu af sænskumælandi fasistinn þinn sem fékkst íslenskann yfirlækni í þokkabót. Ég hleyp þegar minn tími kemur.
Eða eins og Bergþóra vinkona mín orðaði svo vel: Það er ekkert skrítið að þú sért svona feit búandi með þessum manni!!
Og hana nú! Hún sagði það, ekki ég.

Annars erum við hress. Erum að fara í barnaafmæli í dag, fer með himneskri nágrannakonu minni henni Lindu. Svona vinnur Guð. Hann plantar manni niður við hliðina á nágrönnum eins og Per og Lindu þegar maður flytur í annað land og veit ekki neitt. Yndislegt fólk og mjög skemmtileg líka. Eiga strák sem er jafngamall Ester og annan sem er aðeins yngri. Það er líka svo gott að fá info heimamanna um alla hluti, sparar manni tíma í að reka sig endalaust á til að komast að sömu niðurstöðu.

Veðrið er ennþá mjög gott hér, skrítið samt hvað 15 gráður í Svíþjóð eru miklu kaldari en 15 gráður á Íslandi. Hér finnst manni orðið pínu svalt en heima væri maður á bikini á Laugaveginum.

Jamm.

3 Comments:

At 1:24 f.h., Blogger B said...

Það versta er að ég actually sagði þetta :)

 
At 10:45 f.h., Blogger Ally said...

Tu gerdir tad!

 
At 9:04 f.h., Blogger B said...

Ég tek þetta ekki til baka

 

Skrifa ummæli

<< Home