luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Af Madonnu

Hejsan hvað Madonnu tónleikarnir voru geðveikir!! Mig langaði að grenja á köflum en ég lét það vera;)
Gautaborg heldur áfram að vera æði. Hér í borg er fullt fullt af vötnum sem vinsælt er að baða sig í. Bara 15 eða eitthvað í Mölndal einum saman (Mölndal er bæjarfélag við Gautaborg, svipað og Kópavogur við Reykjavík), en einnig má fara á strandir sem liggja víða eftir sjávarlengjunni. Við höfum gert bæði og það er eiginlega betra að fara í vötn finnst okkur, hitt var gaman líka.

Mikil skriffinnska hefur átt sér stað síðustu daga. Það væri til að æra óstöðugan að segja frá því hvernig ferðirnar á Skatteverket hafa gengið en Svíinn er nákvæmari en andskotinn! Við vonum að okkar síðustu ferð hafi lokið í dag en þá eyddum við þremur tímum þar. Aumingja Ester Helga, en það sem hún var góð enda tróð mamman hana út af sælgæti;)
Aðrar góðar fréttir af Ester eru að hún er komin með dagmömmupláss! Já sæll og góðan daginn Svíþjóð! Við foreldrarnir vorum æf fyrst. Okkur hafði skilist að Mölndal hefði 4 mánuði frá umsókn til að redda barninu leikskólaplássi og þar sem við sóttum um í maí-ferðinni okkar þá vorum við nokkuð róleg að hún fengi pláss í síðasta lagi september. En þá var hringt í morgun og þeir hafa 4 mánuði til að redda EINHVERJU vistunarúrræði og Ester er komin með dagmömmu, verði ykkur að góðu, takk fyrir og bless.
Við fórum í uppnámi yfir til nágrannana Lindu og Per yfir raunum okkur með dagmömmuna en þá voru þau svona himinsæl fyrir okkar hönd. Oh det er bra!! Þá eru þetta eldri börn líka, ekki bara ungabörn með hor eins og heima, plús að Linda sagði að seinasti veturinn í leikskóla hér er ekkert í líkingu við skólahópana heima. Þeirra 6 ára bekkur sem er 0. bekkur fer í það hér.
Jæja, jæja. Þá þurrkuðum við horið og grenjurnar framan úr okkur og urðum fegin að Ester er komin með vistun og við getum byrjað áhyggjulaus að vinna. Mycket bra!
Þsð er svo gott að búa hérna, maturinn er mjög góður og miklu ódýrari en heima, jafnvel þó maður sé enn að margfalda með 17, sem er náttúrulega rugl. Mar á að hætta því. Eitt sem menn óttast við ESB er innflutningur matvæla. Nú held ég mjög með íslenskum bændum og vill íslenskum landbúnaði allt hið besta en mjólkurmaturinn hér er síst verri en heima. Ostarnir himneskir. Feta og mozzarellan svo margfalt betri hér, jógúrtin guðdómleg, sýrði rjóminn er dásamlegur, ég get borðað hann með skeið. Enda fitna ég, þrátt fyrir að vera tekin til við hlaupin á ný.

Já það er gaman að þessu. Samt er ég eitthvað andlaus.
Reyni að setja inn fleiri myndir fljótlega.

1 Comments:

At 2:24 e.h., Blogger B said...

Ég kem hingað daglega - verst að það eru ekki nýjar færslur daglega.

 

Skrifa ummæli

<< Home