luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, september 17, 2009

Af sætum sjúklingum

Í dag hitti ég tvo skemmtilega sjúklinga. Annar var frá Íran og var merkilegur persónuleiki, alltaf gaman að hitta skemmtilegt og áhugavert fólk sem hefur eitthvað alveg sérstakt karma. Ekki var fyrir kvenfyrirlitningu að fara hjá þeim múslimanum.
Hinn skemmtilegi sjúklingurinn minn var ein 100 ára. Hún býr heima hjá sér en er nú lasin og þarf þá að koma á sjúkrahús. Hún lá í rúminu, ótrúlega falleg, lítil og krumpuð. Hún skildi ekkert hvað þessi aflitaða gella sem stóð yfir henni, með skrýtna hreiminn var að segja. Henni fannst stetoscopið ógurlega kalt og var ekki að nenna þessari skoðun. Ég elska 100 ára gamlar konur. Ég fæ svona þörf fyrir að pakka þeim inn og setja sængina alveg upp í háls svo það komist ekkert kalt inn. Efast um að hún fari heim aftur. Krúttið;)

3 Comments:

At 6:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Komdu í öldrun kona, afar mikið af krúttlegum sjúklingum! Helga

 
At 8:12 e.h., Blogger Sólveig said...

Gamalt fólk er BEST...

 
At 9:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gamlar, krumpaðar, krúttlegar konur eru æði, átti þannig ömmu einu sinni..krúttlegt.
Kv Eva og Kári

 

Skrifa ummæli

<< Home