luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, september 15, 2009

Af fikum

Eitt sem Svíinn er mjög hrifinn af er að fika. Til þess eiga þeir þartilgerð fikarum útum allt. Þeir fika nokkrum sinnum yfir daginn í vinnunni. Það er allmennt mjög accepterað að fika á vinnutíma. "Skall vi gå och fika?" heyrist í gríð og erg.
Nú hugsar allt viti borið fólk að það að fika sé eitthvað viðbjóðslegt, enda er fika viðbjóðslegt orð.
Það er það þó ekki. Þetta er orð yfir það að setjast niður og fá sér kaffi. Eins mikið og ég elska kaffipásur, og það vitið þið sem þekkið mig, þá fæ ég það ekki af mér fyrir mitt litla líf að fika. Viðbjóður!!!
Svo segja þeir skitbra! Skítagott! Kostulegt!!

4 Comments:

At 5:08 e.h., Blogger B said...

Ég myndi fika með þér ef þú bæðir mig fallega :)

 
At 5:34 e.h., Blogger Ally said...

En finnst þér þetta ekki viðbjóðslegt?!

 
At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Loksins Allýjar-blogg aftur. Var bara núna að skoða hvað hefur á daga þína drifið. Hilsen í bæinn frá okkur öllum.
Sirrý

 
At 8:51 e.h., Blogger Farbror Willy said...

Det är härligt att fika. Ta en kaffe och bulle. Hur härligt som helst. Javisst.

 

Skrifa ummæli

<< Home