luxatio hugans

awakening

föstudagur, september 25, 2009

Af gestum

Fengum góða gesti í síðustu viku þegar Baldur, Eygló og Litla Guðrún komu. Sem betur fer skartaði veðrið í Gautaborg sínu fegursta. Vonum bara að þau muni það þegar kemur að því að velja sér stað í sérnám;)
Ester Helga var svo alsæl með Litlu Guðrúnu, hún kallar hana aldrei Guðrúnu án þess að segja Litla á undan, það er hryllilega krúttlegt. Ester vill fá lítið systkini eða hvítan kött, hún á bráðum afmælið og annað af þessu er líklegra en hitt til að gleðja hana á afmælisdaginn.

Okei snúum okkur þá að Svíþjóð!
Ég fékk 600 króna stöðumælasekt fyrir utan spítalann um daginn fyrir það að hjólin á bílnum mínum fóru út fyrir hvítu bílastæðalínurnar. 600 x 18.18 eru 10908 krónur!!! Ef það hefði verið einhver, bara einhver, Svíi nálægt þegar ég sá sektina þá hefði hann fengið á´ann.

Það kostar 75 skr að fá að borga reikning upp á 100 skr í banka!

Ég fékk símtal frá heimahjúkrun í gær vegna læknabréfs sem ég hafði skrifað á degi 2 í vinnunni þegar einhverjum fannst góð hugmynd að ég myndi æfa mig á því. Jæja ég skrifaði eitthvað babl sem ég skildi ekkert í og gott og vel það var sent. Nú er næstum mánuður liðinn og símtalið var svona: "Heyrðu þessi sjúklingur er alltaf með þvaglegginn sem hún kom heim með. Hvað varstu búin að plana með þennan þvaglegg?" Nú í ljósi þess að ég hafði aldrei hitt þennan sjúkling þá var ég augljóslega ekki með neitt fastmótað plan varðandi legginn. Spurði hvort hún væri sjálfbjarga, og jú sjúklingurinn var sjálfbjarga og hress og vildi gjarnan losna við legginn. Nú viljið þið þá ekki bara taka legginn?
Jú það var ekkert mál, en væriru til í að faxa bréf þar sem stendur að þú hafir sagt okkur að taka þvaglegginn svo það sé ekki eins og okkur hafi bara dottið í hug að draga legginn upp á eiginn spýtur?
!!!!!!!!!!!

Það bankaði sótari uppá um daginn og sagðist alltaf sóta hjá okkur strompinn x2 á ári. Sjá mynd hér neðar!

Kassagella í ICA bað Dodda vinsamlega að stafla ekki sömu vörunni upp á bandið (eins og mar gerir ef mar er með nokkur stykki af sama hlutnum) því það væri erfiðara fyrir hana að lyfta vinstri hendinni ef vörunum væri staflað!! Jobbigt var orðið sem hún notaði, ja precis!

En Svíarnir sem ég er að vinna með eru samt ekki jafn leiðinlegir og af er látið. Mér finnst þetta lið bara frekar líkt okkur. Klárir og kaldhæðnir.
Ég var ógeðslega svekkt í dag. Mér finnst ég nefnilega orðin svo ógeðslega góð í sænskunni en svo var ég á hádegisfundi í dag þar sem einhver gastrolog var með fyrirlestur um svona video capsule endoscopiu og hvað eftir annað brjálaðist allur salurinn úr hlátri og ég náði ekki fullkomlega brandaranum, stóð svona á þröskuld brandarans mætti segja. Það besta var að gaurinn var alveg eitursvalur og leit ekki út fyrir að vera neitt að rembast við að vera svona fyndinn. Ég var svekktust yfir því að ná ekki brandaranum sem snerist eitthvað um að sjúklingar í ristilspeglun fengju svo mikið Dormicum að þeir dræpust á endanum (eða eitthvað í áttina eða kannski alls ekki) því eftir að salurinn var hættur að hlæja þá ætlaði strákurinn sem sat við hliðina á mér aldrei að geta hætt að hlæja og var að fá svona niðurbæld hlátursköst aftur og aftur. Ohhhhhh það er besta gerðin af góðu hláturskasti. Ég sakna þess!

Doddi hló í 3 daga af tilhugsunni um Indverjann sem sagði við hann: "Dódí, jag fara í púmp útbíldnig" Ég vissi ekki hvað var að gerast þegar hann lak niður í lasagnað í hláturskasti.

Já það er gaman að þessu!

p.s Ester syngur með : Hundrad arton - ett hundrad!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home