luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, október 01, 2009

Af Dodda

sem er snillingur!!
Hann fékk fellda niður stöðumælasektina upp á 600 skr.

Sem er fokking trevligt! Tack så hemskt mycket!

Það er voða skrýtið þegar þeir þakka svo hemskt mycket fyrir eitthvað. Mér finnst þeir vera að segja heimskt mikið en þetta sýnir víst eitthvað ægilegt þakklæti. Precis!

3 Comments:

At 5:47 e.h., Anonymous Kristbjörg Olsen said...

Hemskt þýðir reyndar hræðilegt. Sem er líka skrýtið. "Þakka þér hræðilega mikið fyrir".

Furðulegt fólk.

 
At 10:01 e.h., Anonymous Amma Helga said...

Tja sjáið þið ekki hvað Doddi er klár?. Hann berst alltaf fyrir hlutunum, hversu fáranlegir sem þeir líta út fyrir að vera. Kastaníu brúnhærðir tengdasynir klikka ekki.

 
At 10:39 e.h., Blogger Hadda said...

Svona í ljósi þess að þú varst að nöldra yfir einhverri línu um daginn og sekt. Þá lagði Adam bílnum okkar fyrir utan og dekkið sleikti einmitt fjárans línuna sem við tókum ekki eftir. Þetta þýddi það að bíllin var tekinn og það kostaði 60.000 krónur að fá hann til baka... en það var bara af því við föttuðum að hann var horfinn, daginn eftir hefði það verið 100.000 kall! Bara rétt si svona!

 

Skrifa ummæli

<< Home