luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, október 14, 2009

Af kattaeigendunum

En við keyptum kött í gærkvöldi, eða, ehem, ég veit ekki hvort ég á að þora að skrifa það hér, en við keyptum reyndar tvo kettlinga í gær. Þeir voru svoooooo sætir, og systkini og við gátum ekki valið og ljótt að stía þeim í sundur, svo við keyptum tvo. Enda þegar öllu er á botninn hvolft, þá er aðalvesenið að fá sér kött, með öllu sem tilheyrir, en hvort þeir eru einn eða tveir, það spelar ingen roll faktist!

Svo, við Ingvar bröltum til Hisengen í gær. Keyrðum í gegnum Tuve þar sem þriggja barna móðir var tekin fyrir að selja krakk í heimahúsi í gær. Rataði í GP fyrir vikið. Keyrðum framhjá Biskupsgarden þar sem bílar eru reglulega brenndir, og svo keyrðum við útá illa upplýstan sveitaveg þar sem ég sá engin hús.
Jesús, hugsaði ég. Þessi auglýsing var bara gabb og nú verðum við drepin! En áfram skröltum við og allt í einu kom ég að svona sætum sveitabúgarði, með hesthúsi og látum. Þar var hin geðugasta fjölskylda að selja kettlingana sína. Ohh þetta var svo gaman. Skemmtilegustu kaup sem ég hef gert lengi. Þau ætla svo að hafa þá til fös. 23. okt, en þá ætlum við að sækja þá og vonandi ná að halda þeim leyndum til að geta vakið Ester með litlum kettlingum í afmælisgjöf morguninn eftir.
Æi lillan. Þessir flutningar taka meira á hana en Ingvar finnst okkur. Hún talar miklu meira um það að sig langi heim. En í Eskihlíðinni var ekki hægt að hafa neinn kött, og það veit hún, svo vonandi verða þetta jákvæð rök með veru okkar hér. Það mætti kannski sjá þetta sem svo að verið sé að kaupa krakkann, en ég er ósammála. Hún elskar kisurnar í götunni, og ég held að hverjum krakka sé hollt að eiga gæludýr.
Þannig að - ef þið eruð með ofnæmi þá vinsamlega taka histasínið sitt með ef þið ætlið að koma í heimsókn.

5 Comments:

At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alltaf að reyna að "Commenta" hjá þér hefur ekki tekist er núna hjá mömmu þinni og reyni enn og aftur, sjáum til, hvernig til tekst nú. Love Svansa

 
At 9:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi gjöf mun falla vel í kramið hjá henni Essu:) það fær hana kannski til að hætta að hugsa um Eskihlíðina.. Frænka fær alveg illt í hjartað að heyra að hún sé ekki alveg ánægð!
Þórgunnur Lilja

 
At 10:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þá er ekki seinna vænna en byrja að taka ofnæmistöflurnar, vona að lilla flikan verði nú ánægð, hlakka til að sjá ykkur

Ólöf Kristja

 
At 2:49 e.h., Blogger B said...

Hún á eftir að vera sætasta kettlingaskessumamma í heimi.

 
At 8:22 e.h., Blogger Hadda said...

Frábært! Maður er bara spenntur fyrir hennar hönd. Þú lofar svo að blogga um afmælismorguninn og hvernig sæta stelpan bregst við...

Og svo kannski myndir af kisumömmunni með börnin..

Já já maður er bara með kröfur!

 

Skrifa ummæli

<< Home