luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, október 08, 2009

Af fréttum

Olli frændi kom hingað og fagnaði þrítugsafmælinu sínu. Ég var svo lánsöm að Helga Ásgeirs ákvað að halda upp á þrítugsafmælið sitt og gat ég því dregið Olla í heljarinnar veislu, að vísu ekki hans eigin en nóg var af góðu fólki og góðum veitingum;)
Á sjálfan afmælisdaginn drógum við svo Olla í Liseberg og hann var settur í öll hræðilegustu tækin. Gamla kellingin, ég altso, fór líka í mínar fyrstu rússíbanaferðir þann daginn en hingað til hef ég látið mér nægja að standa og horfa á Ester í litlum flugvélum. Það var gaman í rússíbönum sko!!
Olli ákvað að nota þetta góða tækifæri að verða drulluveikur og lá niðri í gestaherbergi og reisti vart höfuð frá kodda í tvo sólarhringa. Við hin höfum ekkert látið þennan vírus ná okkur.

Ester kom með pabba sínum að sækja mig í vinnuna um daginn. Sérfræðingurinn á teyminu mínu spjallaði við hana á sænsku og mér til furðu svaraði hún spurningum hans á sænsku. Við erum nefnilega ekki mikið að tala sænsku við hana heima;)
Hún er líka farin að blanda saman hérna heima. Mamma, titta! Ég vil fá filmjölk. Ég vil fara á lekplatsen.

Svo bíður maður bara eftir því að vera kærður til Socialstyrelsen. Nógu fjandi algengt virðist það vera!








En það er ekkert sérstaklega mikið í fréttum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home