Af bloggdögum
Sunnudagar eru bloggdagar. sunnudagar eru einhvern vegin ultimate frídagar. Alltaf einhver dagskrá og pressa á laugardögum en sunnudagar eru afslappelsi.
Palli og Hildur voru hjá okkur í nokkra daga og fóru í gær. Við fórum með þau á - surprise, surprise - El Corazone í gærkvöldi. En hey! Við reyndum að finna annan stað en það var annað hvort fullt þar eða þeir voru ekki með pizzur sem voru skýlaus krafa frá Ingvari og Ester, þannig að. Við sátum í horninu okkar góða. Þjóninn farinn að þekkja okkur.
Það var reyndar frekar fyndið, Hildur átti sænskan seðil sem hún ætlaði að losa sig við og borga hluta af matnum en restina á kort. Gaurinn tók allt af kortinu, stakk seðilinum í vasann og þakkaði hemskt so mycket fyrir sig. Hehehehe. Palli og Hildur, staurblankir íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn, borgðu næsta bjór á línuna á El Corazon. Jæja!
Það er fallegt veður í Gautaborg í dag. Heiðskýrt, glampandi sólskin og 4 stiga hiti. Tré og gras eru hrímuð svo það hefur verið frost í nótt.
Mér finnst Gautaborg falleg borg, byggingarnar eru gamlar og íburðamiklar með áberandi turnamenningu. Þessar gömlu íbúðablokkir í miðbænum eru allar skreyttar turnum. Mig dreymir um íbúð með svona turn. Hvaða töfrar leynast í svona turni? Það hljóta einhverjar stórkostlegar gersemar fyrri eiganda að hafa gleymst þar.
Eitt sem angrar mig hér eru sporvagnarnir. Ég skil gjörsamlega ekki conseptið. Þeir stoppa á sömu stoppustöðvum og strætisvagnarnir. Þú ferð á stoppustöð og velur annað hvort strætó eða sporvagn. Teinarnir eru á götunni og truflast því af umferð, altso sporvagninn kemst ekki óháður, hraðar leiðar sinnar og út um allt eru þessar ljótu sjónmengandi sporvagnalínur í augnhæð. Þetta meikar akkúrat engan sens. Ef þið ætlið að búa til óháð samgöngukerfi, búið þá til neðanjarðarlestarkerfi!! Gaurarnir í Stokkhólmi gátu það, sláið á línuna og fáið ráð. Ég fæ brjálæðiskast af þessu!
Vika í kettlingana og vika í Bergþóru og Agnetu. Ó hve himnesk vika 44 verður!
2 Comments:
44 - það þarf ekki að segja meira ef þú veist hvað ég meina :*
Ég veit nákvæmlega hvað þú ert að meina!
Skrifa ummæli
<< Home