Af depression
Ó mig auma að þurfa að mæta á ný til vinnu eftir himneskt frí. Það er dimmt úti, rigning og ég er þreytt.
Ég þori að veðja að fleiri en einn og fleiri en tveir lesendur þurfa að þurrka tár af hvarmi við þennan lestur.
Nei ég nú bara að djóka eins og mér sprellikellu er einni lagið.
Ég gæti hæglega sagt margt og mikið um viku 44 en ég nenni því ekki. Þeir sem voru viðstaddir vita hvað ég er að meina. Vikan var dásamleg og ólýsanlega ömurleg í senn. Ekki alveg það sem lagt hafði verið upp með en mér dettur ekki til hugar að væla yfir því, því það eru aðrir en ég sem eiga um sárt að binda. Hugur okkar er hjá þeim.
En nú er vinnutörn til viku 51. Ég var að spá ..... ég gæti hæglega verið heimavinnandi húsmóðir. Já því ekki? Jamm.
3 Comments:
Það er alveg þokkalega gaman að fylgjast með ykkur þarna í fokking svíaríki.Á Spáni er alltaf sama veðurblíðan og tvær til þrjár sólir á lofti. Til hamingju með afmæli Esterar og flottu tertuna sem þú bakaðir. Þú bakar ekki bara vandræði, frekar en fyrri daginn. Kveðjur til allra. Love Svansa og Ninni biður að heilsa.
P.s. Ég skældi ekkert við lesturinn.
Vika 44: ég ♥ þú
Hvað með að fjölga mannkyninu - þú & barnið heima að chilla :)
Skrifa ummæli
<< Home