luxatio hugans

awakening

laugardagur, nóvember 14, 2009

Af laugardagsmysi

Elska helgarnar!
Doddi með Ester í fimleikunum og ég renni yfir helgarmoggann á netinu. Himneskt! Nú nálgast aðventan óðfluga og ég get farið að setja mig í stellingar að láta ónytjungskenndina ná á mér heljartökum. Hata svona tímabil þar sem maður á að vera svona eða hinsegin, því það er mér algjörlega um megn. Seinustu ár hefur það mikið verið predikað að vera búin með "allan" jólaundirbúninginn áður en aðventan gengur í garð svo hægt að sé að njóta aðventunar með tónleikum, leikhúsum, söfnum og kókódrykkju á kaffihúsum allan desembermánuð. Já það var þá til að bæta það!!
Hvaða fólk er þetta sem á þessa aðventu og hvað starfar það? Á það börn? Ef svarið við þessum spurningum er Elín Jóns sem vinnur 100% vinnu og á börnin Jón og Gunnu sem bæði eru í skóla og tómstundum alla daga, þá botna ég enn minna í eigin tímaskorti og vöntun á almennilegri aðventu eins og hún gerist best.
En nú hellist þessi jólatryllingur yfir okkur enn eina ferðina og minnir mig svo sárlega á það hvernig mig langar alveg til að vera en er ekki. Gott að vera gift honum Dodda sem virðist vera með 48 klst í sólarhringnum og gjörsamlega óþrjótandi af orku og athafnasemi. Skil það ekki.
En ég er búin að finna eina jólagjöf!! Bestu jólagjöf í heimi og hún er handa vinkonu minni í Eskihlíðinni. Hugsa að ég pissi á mig af spenning á aðfangadag af tilhlökkun að hún opni pakkann. Búin að sýni Hvönninni gjöfina og hann var alveg sammála að þetta væri sennilega flottasta gjöf allra tíma. Spennó!

3 Comments:

At 10:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert stórkostleg alveg eins og þú ert.
-Köss

 
At 2:15 e.h., Blogger B said...

Hvaða vinkonu í Eskihlíð - ég er svo spennt að ég veit ekki hvernig ég á að láta :)

 
At 11:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Allý mín ég mun bara opna gjöfina þegar ég kem í byrjun desember algjör óþarfi að bíða fram á aðfangadag :-)

kv Ólöf

 

Skrifa ummæli

<< Home