Af litlu kisunum
Ég ætla ekkert að vera eitthvað endalaust að blogga um kettina sko .... EN á mánudagskvöldið týndust þeir. Ég var kominn upp í rúm á undan Dodda og mér fannst ég alltaf heyra í bjöllunum á ólunum, ég kíkti undir rúm og inn á baðherbergi og í fata -öhum- hrúguna sem vill safnast upp á stól einum og sá ekki kettina. Voðalega heyrist hátt í þessum bjöllum hugsaði ég og sofnaði. Svo rumska ég við Þórodd enn að leita að köttunum, sofnaði aftur og vakna svo í annað sinn við Þórodd þar sem hann hafði fundið kettlingana inni í lokuðum fataskápnum í 5. skúffu frá gólfinu.
"Ég vissi að ég heyrði í ólunum!" umlaði ég, en Doddi sagðist hafa haldið að ég væri geðveik eins og venjulega.
Daginn eftir neituðu bæði börnin að hafa sett kettina þarna. Ester hafði þó áfram réttarstöðu grunaðrar.
Í gærkvöldi var það hins vegar algjörlega skjalfest, því kettirnir voru á ferli eftir að krakkarnir voru sofnaðir, að þeir komu sér sjálfir inn í skápinn og upp í fyrrgreinda skúffu númer 5. Þar lágu þeir makindalega á bolum af Þóroddi og þótti fúlt að vera fjarlægðir af vettvangi.
Brandur liggur við hliðina á mér og horfir á mig blogga. Eflaust grunar hann að ég er að blogga um hann. Krútt!
3 Comments:
Hann veit að þú ert að blogga um hann
Varstu ekkert hrædd þarna fyrst í sögunni þegar það var ekki búið að uppljóstra hvar Brandur og Ariel voru?
Jú biddu fyrir þér - ég var dauðskelkuð.
Skrifa ummæli
<< Home