luxatio hugans

awakening

sunnudagur, nóvember 22, 2009

Af Jóla-Liseberg

En við skruppum í jólaliseberg í gær. Sem betur fer fórum við í gær, því það var æðislegt veður í gær en rigning og þoka í dag.
Það var fullt af litlum tækjum opnum svo Ester fannst mjög gaman en það eru engin stærri tæki opin svo Ingvari fannst þetta nú hálfgerður bömmer. En fyrir húsfrúr - drottin guð á himnum haldið ykkur fast - himnaríki! Hver básinn á fætur öðrum með ljúffengu góðgæti. Smökkuðum reykt og grafin hreindýr, reyktan og grafin lax, heimagerða osta, heimagerðar karamellur, sykraðar heitar möndlur, heita glögg, lucikattar. Svo var verið að baka eitthvað lappabrauð þarna sem þeir átu með smjöri, minnti á laufabrauð, ég smakkaði það samt ekki. Svo var hægt að fá lappneskt kebab með reyktu hreindýrakjöti. Lagði heldur ekki í það;) En svo eru margir básar með guðdómlegu jólaskrauti og alls skyns skemmtilegheitum.

Svo eru þeir með skíðabrekku og Ester fékk að fara á skíði í fyrsta skipti. Hún var þvílíkt köld og lét sig vaða og ekkert væl þótt hún dytti og svona. Húsbóndanum varð ljóst að það verður Sälen í viku 7, en það er aðal skíðasvæði Svía, skilst mér. Í viku 7 eru allir skólar lokaðir vegna sportlov, en ég fékk frí í þeirri viku. Við erum svona búin að vera að gæla við að leigja okkur hyttu og skella okkur á skíði, en Ester tók af allan vafa að það er málið.
Fyrir áhugasama þá er ég í fríi í viku 7 og 14 og kannski viku 3 á nýju ári, ef þeir fá AT-lækni.

Annars erum við fjölskyldan bara búin að vera að rokka í Band Hero síðustu kvöld. Rosalegt að sjá okkur fjögur. Von Trapp hverjir, segi ég nú bara! Familien Ingvarsson á eftir að gera góða hluti. Ester er bara höfð í beginners, eða látin fá hljóðfæri sem ekki er tengt svo hún láti okkur ekki detta út. Hún er alsæl fyrir því og telur að hún hafi unnið eftir hvert lag. ÉG VANN! ÉG VANN! Já þú vannst! segja foreldrarnir og þessum ellefu ára gremst! Hún vann ekki neitt! Hvað eruð þið að ljúga að henni? Hún þarf líka að læra að tapa! En það þarf að halda friðinn í rokkheiminum. Mörg góð bönd hafa gefið upp laupana vegna innbyrðist ágreinings. Þetta veit Familien Ingvarsson og rokkar til gleyma.

7 Comments:

At 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði viljað fara á þennan jólamarkað, þetta er eitthvað svo rómantíkst að sjá á myndunum.

 
At 5:23 e.h., Blogger Unknown said...

Sorry!Þetta átti ekki að vera nafnlaust. Love Svansa

 
At 7:16 e.h., Blogger Ally said...

Já Svansa þessi markaður hefði sko verið fyrir þig.
Svo sá ég handgerðan marsipangrís fyrir mörgþúsund krónur og hugsaði samstundis að þennan þyrfti mamma að eignast. Veit ég þó eigi hvort hún sé marsipan unnandi.

 
At 9:57 e.h., Blogger B said...

Ég held með Ingvari í þessu máli - ef hún er ekki að standa sig þá verður bara að fá nýjan bassaleikara!

 
At 10:52 e.h., Blogger Hadda said...

Djöfull væri ég til í að koma í viku 7 á skíði... Held einmitt að hér sé líka frí:)

 
At 6:16 f.h., Blogger Ally said...

Já Hadda! Af hverju ekki?

 
At 9:47 e.h., Blogger Farbror Willy said...

Mikið assgoti eru börnin öfundsvärð af þessum foreldrum... vildi að foreldrar mínir hefðu rokkað með mér í gítarhíró þegar ég var lítill, þá væri ég örugglega sjúklega fræg rokkstjärna að túra heiminn núna.

 

Skrifa ummæli

<< Home