Af fréttum
Hvað er að frétta?
Jú tengdaforeldrar mínir eru hér í heimsókn. Það er ekki amalegt að hafa þau. Þau eru reyndar núna með Dodda og krökkunum í Jóla-Liseberg. Ég fékk svo mikinn viðbjóðshöfuðverk eftir hádegi að ég treysti mér ei. Hann er betri núna sem betur fer. Ester og amma Gunna bökuðu mömmukökur á föstudaginn en það er uppáhalds jólasmákökur Dodda. Verst að við erum langt að verða komin með skemmtinn. Sjálf baka ég svo kannski eina sort ef ég nenni því. Nenni því reyndar alls ekki svo ein einasta smákaka verður sigur hér á bæ. Þetta er rétta viðhorfið. Jólakort í ár verða líka bónus. Spurning um svo thyroxin skammt eða?!
Hér var skreytt í dag. Þá tók ég allt í einu eftir hvað Jónas og fjölskylda eru með mikið af forljótum kertastjökum og litlum skrautmunum út um allt. Gat ei hugsað mér að raða mínu fagra skrauti inn á milli svo ég reyndi að hreinsa eins mikið af hans drasli og troða inn í skáp. Ég á aldrei eftir að muna hvar allir hlutir voru svo Jónas hinn nákvæmi verður eflaust ekki sáttur. En það verður ekki vandamál fyrr en eftir aðra 8 mánuði.
Á morgun er svo stefnan tekin á jólamarkað í Gunnebo slott. Ég vona að það verði lussekattar þar. Elska þá.
2 Comments:
Ertu ekki að grínast? Lussekatter? Það er mesti viðbjóður sem ég hef smakkað. Sænski hommavinur minn á Nýja-Sjálandi bakaði þannig jólin okkar þarna niðurfrá og bauð okkur... þetta var langt frá því að vera gott. En kannski var hann bara ekki með réttu uppskriftina, hann hafði víst aldrei gert svona áður....
Hann bara hlýtur að hafa klúðrað þessu því þetta er SJÚKLEGA gott;)
Skrifa ummæli
<< Home