luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, nóvember 24, 2009

Af eftirmiðdagsvöktum

Það er orðinn þvílíkur metnaður hjá mér að allar mínar bloggfærslur hefjist með titlinum AF hinum og þessu. Finnst ég stundum búin með kvótann.
Í dag á ég ekki mæta í vinnu fyrr en 13. Vaktirnar á akutnum eru þannig að einn mætir 8-16 og tveir 13-21. Ég er svo mikil svefnpurka að það hentar mér mjög vel að mæta 13 og ég gæti hugsað mér að gera það alla daga ef Doddi væri ekki á næturvaktaviku.
Frá því ég fór að fara á akuten hér er þetta næstum því búið að vera grín. Rosalega lítið að gera. Ein skýring er sú að það var breytt einhverri reglugerð í haust þannig að sjúkrabílarnir sem sækja fólk á Hisingen eiga að fara á Sahlgrenska. Á meðan teljum við á okkur hárið á Östra. Nei ég er náttúrulega að ýkja en þetta er samt grín miðað við vaktirnar á slysó eða BMT. Nú er ég náttúrulega þvílíkt að jinxa þetta og það verður örugglega crazy á eftir.
Já svona er það í dag í Gautaborginni.
Nú er Ester að sigla inn í það að fara alveg yfir strikið í sænskunni. Farin að beita henni meira og meira fyrir sig hérna heima. Fyrst var það bara krúttlegt en nú þarf maður að fara að sporna við og tala harðmælta, kjarnyrta norðlensku hér innandyra í Fótboltagötunni. Ég tók sérstaklega eftir því í gærkvöldi að hún var í leik með köttunum og þá talaði hún bara sænsku. Lilla kattungar, kom her!
Ég þarf að sýna Ester með puttunum á hverjum degi hvað það er langt til jóla. Henni fannst nefnilega rosalega ósanngjarnt þegar ég sendi Björn Emil jólapakka til Germany í síðustu viku, en það var bara svo hentugt að senda jólapakkann með afmælispakkanum, en litli Björn Emil sæti er 2 ára í dag. Ester botnar ekkert í því hvar hennar jólapakkar eru.
Jæja læt ég þá þessari bloggfærslu staðar numið hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home