luxatio hugans

awakening

sunnudagur, desember 06, 2009

Af öðrum í aðventu

Þá eru Ólöf og Freyr komin og farin. Reglulega notalegt að hafa þau. Takk fyrir komuna. Svo verður bara spennandi að vita hvort það verður strætóferð eða lestarferð á milli okkar á nýju ári;)
Annars er voða lítið nýtt í þessu. Við bökuðum hérna piparkökur í vikunni sem voru málaðar í dag og eins og fyrri ár þá er það Doddi sem verður spenntastur við málningadjobbið. Situr einbeittur við og málar mikil listaverk.
Ég fór smá túr og var að skima eftir hugmyndum af jólagjöf handa krökkunum. Sá fullt af búningum í einni deildinni og þar sem Ester finnst fátt skemmtilegra en að klæða sig í búninga fór ég að skoða. Þar sá ég eitt það ósmekklegasta sem ég hef séð.



Fegurðardrottningarbúning, með hálfgerðum litlum mellukjól og borða sem á stóð "Little Miss". Gubb!! Þetta var of mikið fyrir frúna. Ekki segja mér að það sé markaður fyrir svona??!!
Mjög næs.

Annars er nú árið bara að styttast í annan endann. Ótrúlegt að vera byrjuð á 4. mánuði í vinnunni. Ráðningin mín rennur út eftir 2 mánuði og þá verður spennandi að sjá hvort þeir geri við mig ST-samning eða hvort þeir ætli að framlengja vikariet samninginn. Ég held þeir sparki mér amk ekki því ég er á vaktaplani út maí. Þannig að það er bara þessi ST vs. Vik fråga. Breytir ekki öllu, þannig lagað, hvort verður en maður er óneitanlega með meiri réttindi sem ST hvað námskeið og kennslu varðar. Plús að það er æviráðning;)
Fátt meira um það að segja í bili.

2 Comments:

At 8:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er sko markaður fyrir svona viðbjóð skal ég segja þér. Spes þættir út í Ameríkunni sem heita "Toddlers and tiaras" sem er bara ein hrikalegasta keppni sem til er!! Lítil smábörn að keppa í fegurð og þær eru bara gerðar að einhverjum barbídúkkum, með gervihár, gervitennur, fara í brúnkumeðferðir og ég veit ekki hvað og hvað!!

Bið að heilsa :)
Kveðja, Villa

 
At 11:22 f.h., Blogger Ally said...

Oj en osmekklegt!
Bestu kvedjur til baka Villa;)

 

Skrifa ummæli

<< Home