Af aumkunarverðri og óskiljanlegri niðurlægingu
Kannski fulldramatískur titill og þó - ég læt lesendur um að dæma.
Ég hef stundað það heima við að beita fyrir mig ofurhallærislegu sænsku slangri við sem flest möguleg tilfelli. Heilsa fjölskyldunni gjarnan glaðhlakkalega með; hejsan allihopa! við heimkomu á daginn.
Nema ég misreikna svona hraparlega stað, stund og persónu í dag þegar þessi ofur glaðhlakkalegi frasi hrekkur upp úr mér í vinnunni þar sem ég finn loksins hjúkku sem ég var búin að vera að leita að til að gera eitthvað f. sjúkling. Nákvæmalega þessi hjúkka sem er eiginlega minnst hressust af öllum á deildinni. Sú horfði í gegnum mig með sínu alvanalega ískalda augnaráði og spurði hvort þetta mætti bíða.
Eruð þið að skynja hvað þetta er akút hræðilega slæmt?!
Að sjálfsögðu játaði ég að þetta mætti bíða því ég var svo önnum kafin við að kæfa sjálfa mig með kodda í huganum.
Fattaði ekki fyrr en ég var komin nokkur skref í burtu að þetta mátti náttúrulega alls ekki bíða.
Ohh hvað ég meika ekki að vera útlendingurinn sem er að reyna að vera töff á sænsku!
6 Comments:
Nokkrum sinnum hefur mín uppahalds hallæriskvedjan hrasað út úr mér í vinnunni, það er hejsan hoppsan. Flestir hafa nu alveg brosad ad þessu en engum þótt þetta töff! Svo I feel your pain systa...
Helga E
Mér finnst þú alltaf töff :*
Sendu hjúkkuna á burnout námskeið - þá kemst hún að því hver er töff & hver ekki!
Þakka samhug og töff kveðjur;)
ég hefði sent þér svona ,,æj greyið heldur að hún sé fyndin"! svip og hlegið svo þér liði nú ekki illa..... því við hjúkkurnar hugsum um læknana okkar..... líka þá sem eru í svíþjóð!
Óli það er nefnilega einn svona sætur hjúkki sem heitir Martin sem hlær iðulega að vitleysisganginum í mér. Ég er að meta það.
Hin gellan er bara alltaf eins og hún vilji myrða mig þegar við erum að fletta þannig ég gat ekki verið óheppnari með þetta glens mitt!
Afbrýðisemi á sér engin aldurstakmörk - kvk hjúkkunum finnst sér líklega ógnað af fegurð þinni, beittum húmor og afburðagáfum. Svo ertu læknir í þokkabót. Og átt flottan kall. Og falleg börn. Og...og...og....og...
-Köss -
Skrifa ummæli
<< Home