luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 07, 2010

Af sænskum pólitískum rétttrúnaði

Hér í Sverige eru sýndar óteljandi raunveruleikaseríur um allan fjandann. Það sem ég man eftir svona í fljótu bragði eru þættir um ættleidda krakka að leita að fjölskyldum sínum, fjölskyldu með níu börn, mæður að leita að kærustum handa sonum sínum (mammas lilla pojkar), bændur að leita að eiginkonum (Bonde söker fru), sænskar kellingar sem eiga fræga menn (Hollywood frur) krakkar sem vilja verða stjörnur, sænskt Survivor (Robinson Island), Paradise hotel, Mamma til en mordere, fólk sem er að bjóða hvort öðru í mat (halv otta hos mig), o.s.frv. Og þetta er bara það sem ég man eftir.

Í kvöld var svo auglýstur raunveruleikaþáttur um þroskaheft fólk sem býr á sambýli. I en annan del av Köping. Þar var meðal annars sagt: Fylgist með næsta þætti! Nær Mats bílprófinu?!.

Sænskur puritanismi hvað?
Reyndar eru allar þjóðsögur af Svíum rangar.

5 Comments:

At 11:00 e.h., Blogger ellinn said...

En annan del av köping er snilld, gott ef ekki að undirritaður muni eiga nú mörgum stundum komandi mánuði á Köpings lasarett.
Það hafa verið framleidd tvö season og meðal annars voru þættirnir tilnendir til sænskra sjónvarpsverðlauna. Minnir mig á að það fyrsta sem ég sá í sænsku sjónvarpi, þegar sjónvarpið var komið í hús var einmitt annan del av köping, þroskaheftur maður að panta sér bjór. Snilld!

 
At 12:48 f.h., Blogger Farbror Willy said...

Svar mitt við þessu þróaðist óvænt út í afar sjaldsýnt krappetíkrapp.

http://krapp.blogspot.com/2010/01/dokusapu-krapp.html

 
At 5:11 f.h., Blogger Örvar said...

Hef aldrei séð minnst á aðra eins úrkynjun og ég sé hérna lýst...

... nema þá "kannski" í Ameríku

 
At 11:48 f.h., Blogger Ally said...

Össi minn þú ert í fyrirheitna landinu þar sem allir draumar rætast, vatn breytist í vín og allt sem hendur þínar snerta umbreytist í gull! Er það ekki þannig annars í ammerikku?

 
At 12:58 e.h., Blogger Örvar said...

Hmmm, já eigum við ekki að segja það bara ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home