luxatio hugans

awakening

föstudagur, október 15, 2010

Af koddum og ungabörnum

Hejsan allihoppa!
Nú þegar ég verð sennilega mest ein með hausnum á mér á komandi mánuðum er ekki ósennilegt að hlutir poppi upp í hugann. Það er hættulegt að hugsa of mikið einn með sjálfum sér, betra að blasta því á meðal fólks.
Mér liggur endalaust mikið á hjarta varðandi litla Måns (sem ég verð að fara að hætta að kalla Måns). Það er til að mynda búið að vera sjúklega áhugavert að eignast þrjú börn á þremur æviskeiðum. "Reglurnar" í ungbarnaverndinni breytast stöðugt og í hvert skipti fylgir maður ráðleggingum dagsins í dag eins og heilögum sannleik af ótta við að mistakast sem foreldri. í dag var okkur sagt að Måns ætti að sofa á bakinu á KODDA!!!! Við supum næstum hveljur. Ingvar átti að sofa á maganum eða hliðinni. Ester átti að sofa á hliðinni og ALLS EKKI maganum, í bæði skiptin voru koddar drápstól sem engum heilvita manni myndi detta í hug að leggja ungabarn á. Nei nú á Måns að sofa á bakinu á kodda svo við eyðileggjum ekki á honum höfuðlagið. Án spaugs. Og þá rjúkum við út í næstu sérvöruverslun með barnavörur og án þess að efast í eina sekúndu er keyptur ungbarnakoddi á 189 skr. Sannleikurinn breytist og mennirnir með. AD droparnir eru bara D dropar í dag enda A vítamín toxiskt á meðan allir eru með D vítamín skort. Það tók 12 ár að komast að því. Nú vonum við Doddi bara að það hafi verið A-hlutinn sem olli magakveisunum hjá krökkunum okkar, annars fær þristurinn heldur enga dropa.
Jamms.

2 Comments:

At 8:57 f.h., Blogger Unknown said...

frábært að bloggið sé komið upp á ný, gaman að fylgjast með ykkur í svíaveldi.
Elísa átti sko alls ekki að sofa á kodda, svíar vita greinilega eitthvað sem íslendingar vita ekki :) Elísa fékk kveisu af D-inu en vonandi er måns með betur innréttaðar garnir en hún :)

 
At 11:28 f.h., Anonymous Heiðrún said...

Þessir D-vítamín dropar eru frá djöflinum. Mundi bara sleppta þeim ef hann fer eitthvað að væla af þeim.
Gott að vita að Bergrún er komin með kærasta sem getur kennt henni sænskuna þegar kemur að því að við flytjum út.

 

Skrifa ummæli

<< Home