luxatio hugans

awakening

sunnudagur, október 17, 2010

Af Dodda

Doddi getur verið svo fyndinn (finnst mér allavega) algjörlega áreynslulaust. Bara verandi í eigin skinni (og heimi) getur hann skemmt mér konunglega.

Í morgun fetti hann sig og bretti og lýsti sigrihrósandi yfir að gönguskíði væru kraftaverk!! Það væri gaman að vita skoðun páfagarðs á því.

Þegar ég var búin að vera í tæpan sólarhring í fæðingu á laugardeginum þá stundi hann: "Ég ætlaði nú eiginlega með Sverri í Liseberg í dag." Það er ekki gott að fá hláturskast í hríðum;)

"Måns! eins og í Monster!" sagt milli 4 og 5 einhvern morguninn í vikunni sem leið.

"Ef ég á að segja alveg eins og er - þá fæ ég aldrei neitt útúr þvi að klippa á naflastrenginn!"

5 Comments:

At 9:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahaha... þetta með naflastrengin er óborganlegt! kv. Barbara.

 
At 9:40 f.h., Anonymous Kristbjörg said...

Ég átti samtal við eiginmann minn nú á dögunum sem snerist svona aðallega um mitt ergelsi vegna gríðarlegs hversdagsleika og metnaðarleysis í okkar hjónasambandi (eins og vill verða). Benti honum m.a. á að ég hefði eiginlega ekki keypt mér ný nærföt s.l. 2 ár og spurði hvort hann langaði ekki til að ég eignaðist einhver fín nærföt.
Sig.Ben: "Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég töluvert meira gaman af þér þegar þú ert komin ÚR nærfötunum."

 
At 11:05 f.h., Anonymous Elva Ásgeirs. said...

þú átt óborganlegan mann Allý mín! Til hamingju með Måns! :)

 
At 3:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe- Doddi er findin. Við erum einmitt nýbúin að þurfa að taka afstöðu til þessa með naflastrengin á mínu heimili og það fór einhvernvegin svona: "Áslaug, það vinna sérfræðingar á þessu sjúkrahúsi er það ekki? Ekki sástu mig dæla bensíni á bílinn á leiðinni hingað er það?" Enda er þetta greinilega ofmetið;)

 
At 7:42 e.h., Blogger Sólveig said...

Hann klikkar ekki hann Doddi... tilsvörin alveg í stíl við það sem ég hef heyrt að nafni hans og afi hafi átt það til að láta út úr sér

 

Skrifa ummæli

<< Home