luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, október 27, 2010

Af spendýrum

Ég hef vitað að ég tilheyri flokka spendýra síðan mér var sagt það í 4. bekk eða eitthvað. En ég hef aldrei upplifað það jafn áþreifanlega og akkúrat núna, ekki einu sinni í hin tvö skiptin því þá hafði ég svo mikið annað að gera. Núna er þetta öll tilvera mín að vera krani fyrir aðra manneskju. Manneskju sem er eiginlega rándýr. Manneskju sem fæddist 4.5 kg og verður ekkert léttari. Hann er rosalega vær og góður en þegar hann vaknar og vill fá að drekka þá er zero tolerance fyrir biðtíma hvers konar, til dæmis ef ég læt mér detta til hugar að taka skítinn af rassinum á honum áður en ég legg hann aftur á brjóst. Hann lætur huggast þegar hann kemst loksins á brjóstið en hann sendir mér reiðilegt augnaráð þegar hann heggur sig á brjóstið. Augnaráð sem segir; "já við getum kannski látið kyrrt liggja í bili en ekki halda að ég gleymi þessu!"
Ég á mér enga eigin tilveru þessa dagana. Sturtu og klósettferðir eru teknar á sprettinum og Doddi gengur allra okkar erinda utanhúss. Hin tvö eldri spyrja hvar pabbi sé þegar þeim vantar eitthvað. Moldvörpulíf. En ég er samt að reyna að kaupa mér hús í þessum töluðu orðum. Eða ég stend álengdar og horfi á Dodda reyna að kaupa hús handa okkur. Það er spennandi. Víííiíí.
Við erum svo upptekin við að kaupa hús að við vitum ekkert hvað Monsinn á að heita. Hvað á Monsinn að heita??

4 Comments:

At 11:25 f.h., Blogger Ólafur G.S. said...

klárlega Ólafur

 
At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já það er nú það! Hvað með Daníel?
KV
Þórgunnur Lilja

 
At 12:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég var mannlegur krani/snudda í heilt ár fyrir son minn. Fólk hafði aldrei heyrt barnið gráta, um leið og hann gerði sig líklegan til að ambra þá var mamman komin með snúðinn sinn í fangið og á brjóst, enda var basl fyrir rest að kenna barninu að sofna sjálfu. Þessi lexía er okkur ofarlega í huga þegar næsti gaur kemur í heiminn, í febrúar næstkomandi.
Gangi þér vel með nafnið :-)
Hulda Gísla

 
At 2:09 e.h., Blogger Elva said...

Þið verðið að finna út úr nafninu sjálf. Mér finnst alveg óþolandi þegar allir í kringum mann hafa skoðun á því og vilja að maður fari eftir henni!

 

Skrifa ummæli

<< Home