luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, desember 26, 2013

Endurreisn bloggsins

Hér ætla ég að fara að skrifa eitthvað hrikalega sniðugt alltaf þegar mér dettur það í hug. Því það sem ég fattaði þegar ég fór að lesa þessar gömlu bloggfærslur er hvað þetta er frábær leið til að muna. Ég var búin að steingleyma þessu öllu sem ég renndi yfir um daginn. Og samt eru þetta bara 7 ára bloggfærslur og ég á vonandi eftir að lifa í 70 ár í viðbót og guð veit hvað ég á eftir að vera búin að gleyma miklu þá. Þannig að hér get ég sett inn til að muna hvað börnin mín eru sniðug og skemmtileg. Þau eru nefnilega ekki stillt og prúð og ástæðan fyrir því að okkur Dodda finnst þrátt fyrir það gaman að vera foreldrar þeirra er að þau eru alveg rosalega fyndin, sem betur fer.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home