Af óþægindum
Ég og Doddi eigum fjóra krakka. Það er hellingur! Við ætlum ekki að eiga fleiri því við finnum að fjórir er ca fjöldinn sem maður nær utan um að sinna og muna nöfnin á. Ég hef alla tíð þolað getnaðarvarnapilluna mjög illa og því höfum við ákveðið að s.k herraklipping sé eina vitið. Ég hef spurt Dodda reglulega í núna 8 mánuði hvernig gangi að panta tíma. Nú síðast fyrir viku.
Já ég er að fara að gera það, segir hann.
Hvað er málið? spyr ég.
Æi mér finnst bara pínu óþægileg tilhugsun að einhver hjúkka fari að sótthreinsa á mér punginn! Ég get ekki að því gert! segir hann með festu í röddinni.
Nei ég skil nákvæmlega hvað þú meinar, segi ég. Ég man nefnilega þegar ég var búin að fæða fjórða krakkann þinn, fylgjan losnaði ekki frekar en venjulega, það var búið að blæða ca líter í rúmið, fæðingarlækninum ekki búið að takast að losa fylgjuna svo ég var á leið upp á skurðstofu, allsnakin með eitt þunnt lak yfir mér í lyftu og eina ljósmóður sem lá ofan á aortunni á mér á leiðinni, fékk ég mænudeyfingu af kollega þínum sem gat ekki hætt að blaðra um daginn og veginn á meðan tvær uskur sótthreinsuðu á mér fæturnar og klofið eftir að ég var komin í stoðir og settu þvaglegg og að þessu loknu fór svo gaur, sem ég hef lönsjað með nokkrum sinnum, með hendurnar upp í legið á mér til að sækja fylgjuna. Þá man ég lika eftir að hafa hugsað að mér fannst þetta pínu óþægilegt.
I feel you brother!
2 Comments:
hahahahahha þú ert best:) pantaðu bara tíma fyrir kallpunginn og keyrðu hann í þetta:)
fuss.... ég fór í svona herraklippingu, tók mig ekki nema rétt rúmt ár að panta tímann! Þegar ég fór svo í aðgerðina tók kollegi minn á móti mér, girti niður um mig, lagði mig á bekk, sótthreinsaði á mér punginn og aðstoðaði við aðgerðina. Hafði einmitt unnið með henni áður. Þetta var ekkert mál. Þau sögðu mér bara brandara og svona.....
drulla sér í þetta bara, hann mun ekki sjá eftir ví ;)
Skrifa ummæli
<< Home