Osmósan
Ég er á leið á heimsmeistaramótið í hálfmaraþoni sem fram fer í Köpenhavn þann 29. mars. Hef átt dálítið erfitt með að komast af stað í hlaupunum sökum ýmissa krankleika, fékk sinusit, það er óþægilegt mjög að hlaupa með mjólk í brjóstunum, plús að það er allskonar kvinnlegur krankleiki sem getur hrjáð mann þegar maður er búin að þröngva 4 stk af 4 kg krökkum út um fæðingarveginn. En hvað um það, ég er alls ekki búin að gefa verðlaunasæti upp á bátinn. Í gær var ég svo loks skárri af þessum helvítis vírus sem lagðist á mig um jólin og ég fór að hlaupa. Eftir afrekið sendi ég góðum vini mínum sem ég treysti og lít upp til sms um að ég hefði hlaupið 4 km á 39.40 mín. Svarið sem ég fékk var: ferðaðist þú með osmósu? Hver þarf óvini þegar hann á svona vini?
3 Comments:
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Eigi veit eg það svo glatt en eg myndi halda afram að lita upp til þessa vinar. Viðkomandi virðist vera toppeinstaklingur!
hahahhaa osmósu hahahha skil ekki hvað þú ert að stunda þessa legsigsstimulerandi íþrótt!! en gangi þér vel ma belle:)
Skrifa ummæli
<< Home