luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, janúar 22, 2014

Häagen-Dazs óhappið

Fór í frystinn rétt áðan og ætlaði að ná mér í Häagen-Dazs ísinn minn sem ég er búin að eiga þar í örugglega hálfan mánuð og var að bíða eftir réttu tilefni til að borða. Rétta tilefnið kom núna áðan. Tilefnið var almenn þreyta og sjálfsvorkun af engri ástæðu. Þegar ég opnaði frystinn greip ég í tómt. "Hver át Häagen-Dazs ísinn minn?!" Neðan úr kjallara heyrðist "ha?" frá þeim frumburði sem heyrði fullvel spurninguna en var að kaupa sér tíma þess seka. En til að ítreka ógnina sem af mér stóð ákvað ég samt að endurtaka spurninguna. "Hver át Häagen-Dazs ísinn minn?!" Sami frumburður svarar aftur, "Uhh það gæti verið að ég hafi gert það óvart" Sonur minn varð semsagt sennilega, hann er ekki alveg viss, fyrir því óhappi að reka sig þannig utan í frystiskápinn að hurðin þeyttist upp, Häagen-Dazs ísinn minn með belgísku súkkulaði lenti í (sennilega vinstri) greipinni á meðan á óskiljanlegan hátt, skeið lenti í hægri greipinni og hann óvart át Häagen-Dazs ísinn minn sem beið eftir mér og mínu sérstaka tilefni. Það er aldrei of varlega farið.

föstudagur, janúar 17, 2014

R. Kelly úttektin mikla

Þetta er þýðing á fésbókarstatus sem kona að nafni Lovisa Ternby á.

Gefum henni orðið:
Þetta byrjaði með því að ég sá plötuumslagið á nýju plötunni hans R. Kelly. Ég vorkenndi honum að vera með svo mikla minnimáttarkennd að hann þorði ekki að pósa einn á henni. Hann þurfti 20 naktar konur til að gera plötuna áhugaverða. Af hreinni meðaumkun byrjaði ég að lesa lagatitlana hans. Titlar eins og "Legs shakin", "Show ya pussy", "marry that pussy", "tear it up", "crazy sex", etc, staðfesta að herra Kelly skilur að SEX SELUR. Þar sem að hann er meiriháttar listamaður vil ég deila með ykkur hvað nokkur af þessum lögum fjalla um. Njótið!

Legs shakin´
Í þessu lagi syngur R Kelly um það hvernig á að fá fætur stúlkna til að skjálfa. Ef hún hagar sér rétt. Síðan ætlar hann að synda í henni. Fá sér dýfu. Já og alveg rétt, hann vill koma því á framfæri hvað hann er heillaður af því á hve marga vegu er hægt að fetta, bretta og snúa stúlkum, (þær eru frá annari plánetu en karlmenn, ótrúlegt)

Cookie
í þessu lagi syngur R Kelly um það hvernig hann ætlar að berja píku þar til hún verður gul og blá. Hann segir heiminum að hann er kökuskrímsli sem vill éta allt sem er sætt (píkur auðvitað). Hann vill brjóta hrygginn á stúlku eins og maður brýtur humarskel áður en maður étur hann. Síðan syngur hann um að hann vill drepa píkuna og grafa gröf, éta hana og slá hana. Get bara sagt eitt; frábært! Hluti af mér vill nefnilega deyja þegar ég les textana hans.

Throw this money on you
Með þessu lagi vill hann segja að það er mikilvægt að hórur séu ekki að tala. Því það getur jú skemmt stemninguna. Það er betra ef hún talar með líkamanum, þið skiljið. Hann vill að hún komi inn í herbergið til hans, og þá ætlar hann að kasta peningum í hana og þannig. En semsagt bara að hún segi ekki neitt, það væri svo týpiskt þegar hann vill ekki missa fókus af því sem er svo mikilvægt: nefnilega að yrkja. Hann er sko upptekin við að skrifa fallegt ljóð og bera rassinn á henni saman við eitthvað sem var stungið af heilu býflugnabúi og bólgnaði upp.

Marry The Pussy
Algjör eðalpíka, þessi píka sem R. Kelly er búinn að finna. Já hún matar hann og er svo blíð við hann að hans sögn. Svo hann vill vera góður til baka með því að "slá píkuna eins og hann eigi hana". En til þess að eiga hana þarf hann að giftast henni og setja hring á hana. Já því ef maður er giftur einhverjum þá Á maður auðvitað maka sinn, eða hvað? Og ef hann vill nú aðrar píkur þá bara reddar núverandi píkan hans því. Svo fjandi frábær píka! Best! En bestur allra er samt R. Kelly, því hann sér jú píkunni fyrir hreyfingu, og það er nú mikilvægast af öllu. Því annars gæti hún dáið, rotnað. Fjandinn hafi það hvað myndi þessi píka gera ef ekki væri fyrir R. Kelly?

You deserve better
Þetta lag er pínu öðruvísi. Eitthvað lag verður jú að vera það ... því þótt píkur séu mjúkar geta ekki öll lög fjallað um þær. Þannig að þetta lag er um stúlku sem hann vill bjarga. Hann er Superman og hefur kynhvötina sem læknar hana. Hún ætti að ferðast eitthvað og redda sér sólbrúnku, bikinilínu, finnst honum. Og eins og það sér ekki nógu örlátt þá bætir hann við að hún ætti ekki að vinna, hann ætlar að beita sér fyrir því að hún geti eytt lífinu í að versla. Svo frábær náungi!

My Story
Með þessu lagi vill R. Kelly segja sína sögu, um peninga, bíla og hórur. Hann lemur píkur eins og í myndinni Django. Og segir okkur að hann ætli að fara með stúlkurass í súkkulaðiverksmiðju.

Spend that
Þrjár stúlkur, allar á R. Kelly. Þvílík afkastageta samtímis, hann kallar þetta 3D Hvað um það, vel að þýða hluta af textanum hér fyrir neðan: "Ef við förum héðan í kvöld ætla ég að myrða á þér rassgatið stelpa. Ekki vera nálægt mér ef þú vilt ekki ríða. Ef við ætlum ekki að tala um kynlíf þá getum við sleppt því að tala, því ég kom hingað með félaga mínum til að ríða einhverri kellingu" "Svartar brækur. Horfðu á mig eins og ég eigi þig. Besta píkan á barnum og þú veist það. Ég geri þig svo blauta að þú verður að moppa" Næs. Hver vill ekki láta myrða á sér rassgatið? Allra stúlkna draumur. Pínu leiðinlegt að hún þurfi að moppa. Getur hann ekki gert það .... í nafni jafnréttis og þannig?

Every position
R. Kelly vill ríða í öllum stellingum. Hann er ekki vandlátur þannig. Ohh besta manneskja ever!

Tear it up
Ég vona að það sé í lagi stutta að ég ætla að hafa það harkalegt í kvöld. Vona að þú sért tilbúin því ég ætla að rífa þig í sundur. Ég ætla að rífa þig í sundur, höggva og skrúfa. Ætla ekki að sóa tíma stelpa, nú gerum við það. Þegar ég spyr hvað þú vilt, svaraðu þá að þú viljir hvað sem er. Komandi hrollvekja, komandi ískaldur píkumorðingi. Ég ætla að rústa þessu rúmi, banka fast, rífa í þitt hár.

Show ya pussy
R. Kelly vill valsa um klúbbinn með hóru að eigin vali. Þannig að hann biður einhverja að klifra upp á strippstöngina, renna sér niður hana, beygja sig, twerka og fara í splitt (fjandi hæfileikaríkur strippari) til að hann geti *trommusláttur* ..... séð á henni píkuna! Það er greinilega mjög mikilvægt því hann nefnir það oft: "Now let me see, show your pussy, show your pussy, show your pussy, show your pussy" Hann kallar stelpuna mömmu litlu. Viðeigandi. Hann vill greinilega gera svona með mömmu sinni. Læsa hana inni. Slá hana á rassinn, sem er stærri en skál af búðing. Mála á henni andlitið eins og trúð. Hella einhverju í munninn á henni, einhverju sem er svo gott að hún mun ekki missa af einum einasta dropa. Hún er augljóslega frábær, hún litla mamma, því hún mun ekki hringja á lögregluna þegar hann "drepur á henni píkuna" En hversu frábær sem hún nú er þá getur hann ekki gifst henni því hún er svo sóðaleg (þá ólíkt honum).

 Fyrir áhugasama eru ennþá fleiri frábær lög á nýju plötunni hans R. Kelly, en mér finnst eins og ég hafi dregið fram það besta hérna því nú þarf ég að fara að leggja mig og reyna að dreyma að það séu lög eins og þessi sem gera heiminn að betri stað með færri nauðgunum.

 KEEP CALM AND LOVE R. KELLY

þriðjudagur, janúar 14, 2014

ESB samningur

Fólk vill fá að sjá ESB samning og kjósa um hann. Annað sé móðgun við vitsmuni þjóðarinnar. Hvernig dettur fólki í hug að þjóð sem hvorki er treystandi til að kjósa sér forseta né ríkisstjórn sé treystandi til að taka upplýsta ákvörðun og kjósa um ESB samning?

mánudagur, janúar 06, 2014

Af óþægindum

Ég og Doddi eigum fjóra krakka. Það er hellingur! Við ætlum ekki að eiga fleiri því við finnum að fjórir er ca fjöldinn sem maður nær utan um að sinna og muna nöfnin á. Ég hef alla tíð þolað getnaðarvarnapilluna mjög illa og því höfum við ákveðið að s.k herraklipping sé eina vitið. Ég hef spurt Dodda reglulega í núna 8 mánuði hvernig gangi að panta tíma. Nú síðast fyrir viku.
Já ég er að fara að gera það, segir hann.
Hvað er málið? spyr ég.
Æi mér finnst bara pínu óþægileg tilhugsun að einhver hjúkka fari að sótthreinsa á mér punginn! Ég get ekki að því gert! segir hann með festu í röddinni.
 Nei ég skil nákvæmlega hvað þú meinar, segi ég. Ég man nefnilega þegar ég var búin að fæða fjórða krakkann þinn, fylgjan losnaði ekki frekar en venjulega, það var búið að blæða ca líter í rúmið, fæðingarlækninum ekki búið að takast að losa fylgjuna svo ég var á leið upp á skurðstofu, allsnakin með eitt þunnt lak yfir mér í lyftu og eina ljósmóður sem lá ofan á aortunni á mér á leiðinni, fékk ég mænudeyfingu af kollega þínum sem gat ekki hætt að blaðra um daginn og veginn á meðan tvær uskur sótthreinsuðu á mér fæturnar og klofið eftir að ég var komin í stoðir og settu þvaglegg og að þessu loknu fór svo gaur, sem ég hef lönsjað með nokkrum sinnum, með hendurnar upp í legið á mér til að sækja fylgjuna. Þá man ég lika eftir að hafa hugsað að mér fannst þetta pínu óþægilegt.
 I feel you brother!

sunnudagur, janúar 05, 2014

Kisublogg

Nú ætla ég að gera þetta með kettina upp. Rétt um ári áður en við fluttum til Svíþjóðar lofuðum við Ingvari og Ester að þau mættu fá kött. Við fórum og völdum kött úr norsku skógarkattagoti, alveg hryllilega krúttlegan, loðinn kettling sem krakkarnir nefndu Harry Potter. Þau voru búin að föndra skilti; Velkomin heim Harry Potter, þegar foreldrarnir áttuðu sig á því að þau byggju í blokk og það þyrfti leyfi fyrir kettinum. 25%, þ.e ein íbúð í stigaganginum, sagði nei. Þar með fór það. Kaupin afturkölluð og krakkarnir skildu ekki neitt. Eftir á að hyggja var reyndar mjög heimskulegt að ætla að kaupa kött ári fyrir brottflutning úr landi. Jæja svo erum við flutt til Svíþjóðar. Ester að verða 5 ára og henni finnst allt leiðinlegt í Svíþjóð. Allt var betra á Íslandi og hún vill fara heim aftur. Þá ætlaði ég nú aldeilis að trompa þetta, gefa henni kött í afmælisgjöf sem yrði sigur fyrir Svíþjóð vegna þess að á Íslandi var ekki hægt að fá kött. Á þessum tíma var ég frekar ókunnug í Gautaborg. Ég keyrði út til Torslanda þar sem ég hafði séð auglýsingu á blocket með mjög sætum kettlingum. Ég taldi mig vera að keyra út í opinn dauðann enda þurfti ég að fara yfir á Hisingen. En þegar á staðinn var komið var þetta heimsins sætasti kettlingahópur. Vildum við læðu eða vildum við fress? Vildum við einlitan kött eða einn sem var líka svona hvítur í framan og á loppunum? What to do? What to do? Við fengum okkur tvo. Jæja nema hvað, þegar Ester sér kettlingana að morgni afmælisdags síns, segir hún; Ég vildi hund. Hún hefur oft minnt okkur á það síðan að hún hefði frekar viljað hund. En þessi litlu systkini voru komin til okkar. Brandur var stærri, læðan Ariel var minni. Um leið tókum við eftir að hann borðaði á undan og hún beið á meðan, svo þegar hann var búinn þá fór hún að matardöllunum. Hann var kelinn og elskaði að hoppa í fangið á hverjum sem var og láta fara vel um sig. Hún var hvekktari og ekki eins sækin í fólk. Þeir drulluðu alveg ógurlega og kattasandskassinn var alltaf fullur af skít, þrátt fyrir að þeir völsuðu inn og út eins og þeim sýndist. Magnús og Brandur voru ógurlegir félagar enda gaf Brandur færi á sér sem Ariel gerði alls ekki og forðaði sér hið snarasta ef Mangi nálgaðist. Nema hvað að svo dó Brandur og ég var með ógurlegar áhyggjur af Ariel. Hvernig tekur hún þessu sem er búin að hafa Brand með sér allt sitt líf? Ég lagði það á mig að presentera Brand dauðann í kassa fyrir Ariel svo hún myndi átta sig á því af hverju hann væri skyndilega horfinn, (ég held að dýr fatti hvenær einhver er dauður). Nema ég hefði getað sparað áhyggjurnar, Ariel BLÓMSTRAR eftir að Brandur dó. Hún er rólegri, alls ekki hvekkt, sækir í nærveru, borðar þegar henni sýnist og kattasandskassinn hefur ekki verið þrifinn síðan Brandur þó því það kemur EKKERT í hann. Hún pissar ekki einu sinni þar. Hann hefur terroriserað hana allan þennan tíma. Samt fannst okkur Brandur alltaf vera góði kisinn. Svona getur þetta verið skrítið. Núna eigum við kött sem Fríða elskar að skríða eftir og reyna að ná;) Gaman að þessu. Ester spyr ennþá reglulega hvenær hún megi fá hund.

Osmósan

Ég er á leið á heimsmeistaramótið í hálfmaraþoni sem fram fer í Köpenhavn þann 29. mars. Hef átt dálítið erfitt með að komast af stað í hlaupunum sökum ýmissa krankleika, fékk sinusit, það er óþægilegt mjög að hlaupa með mjólk í brjóstunum, plús að það er allskonar kvinnlegur krankleiki sem getur hrjáð mann þegar maður er búin að þröngva 4 stk af 4 kg krökkum út um fæðingarveginn. En hvað um það, ég er alls ekki búin að gefa verðlaunasæti upp á bátinn. Í gær var ég svo loks skárri af þessum helvítis vírus sem lagðist á mig um jólin og ég fór að hlaupa. Eftir afrekið sendi ég góðum vini mínum sem ég treysti og lít upp til sms um að ég hefði hlaupið 4 km á 39.40 mín. Svarið sem ég fékk var: ferðaðist þú með osmósu? Hver þarf óvini þegar hann á svona vini?