luxatio hugans

awakening

sunnudagur, mars 02, 2014

Jákvæðni

Ég var að horfa á Vasaloppið í morgun. Aðstæður voru víst hrikalegar, ekkert spor, það var að frjósa undir, brautin var þrengri en venjulega sem olli enn meiri töfum osfrv. Ég horfði samt spennt á, enda spennandi keppni alla 90 kílómetrana;)
Aftari menn og konur, þessir svokölluðu trimmarar, voru óvenju lengi að fyrsta áfanga leiðarinnar, Smågan. Fjölmiðlamenn frá SVT1 tóku púlsinn hjá fólki og það var þungt í mönnum/konum og flestir lýstu því sem ég taldi upp í byrjun.
Eftir rúmlega 2 tíma  kemur frekar ungur maður til Smågen og fréttakonan spyr hvernig gangi. Det går jätte bra! Hvernig líður þér? Jag mår jätte bra! Svo kom eitthvað sem ég man ekki í smáatriðum en hann var glaður og allt var trevligt.
Ég fann hvernig ég fór að brosa af því að horfa á þennan mann sem var meðal öftustu keppanda í ömurlegri brautinni en samt klárlega einn sá hressasti á svæðinu.
Þegar var svo skipt til baka á lýsendurnar í stúdíóinu þá er það fyrsta sem þau segja: Visst är det härligt med positiva människor! og þá skildi ég að hann gladdi ekki bara mig heldur miklu fleiri með þessu jákvæða viðhorfi sínu. Þetta voru mjög lærdómsríkar sekúndur í samskiptafærni sem gaman væri að tileinka sér. En annars ætti ég ekki að tala út um rassgatið á mér, ekki var ég þarna í blautum snjó með ekkert spor.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home