Um mig eru viðhöfð þau níð í bloggheiminum að ég sé forvitnust allra. uhu!! Sagan segir að ég geti ekki beðið eftir að fá að vita urlið hjá manni sem eflaust á ekki eftir að blogga um neitt nema eigið útlit. Hvernig hafi gengið að blása hárið um morguninn og hvort niðurfallið hafi enn verið stíflað í sturtunni hans. Jafnvel gætu slæðst inn sögur af því hvort hann hafi látið sér nægja að tannbursta sig fyrir tíma eða hvort hann hafi gripið í tannþráðinn í leiðinni. Mjög lógískt er þess vegna að áætla að ég sé hreinlega að kafna úr forvitni. En að mér. Ég kláraði peysuna í gærkvöldi og skilaði henni af mér í dag. Engum sögum fer af hrifningu viðtakandans. En það hlýtur að vera gaman að eiga peysu sem var saumuð bara á mann sjálfan. Jafnvel þó svo að það sé ekki hægt að vera í henni. Eða er ég í bullandi sjálfsréttlætingu hér? Ég á reyndar von á því að fá pantanir á flíkum Ally design í hrönnum núna. En sorrý það er að koma próftíð. Og talandi um próftíð. Ég fæ mig ekki til að lesa um samskipti læknis og sjúklings, hvað þá úrvinnslu gagna. AARRRRGH!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home