luxatio hugans

awakening

sunnudagur, apríl 13, 2003

Ég settist aðeins niður í gærkvöld og horfði á Laugardagskvöld með Gísla. Ég er ekki frá því að sá áhugi sé sprottin úr próftíðarsjónvarpsáhorfinu..... en það er önnur saga. Þær komu þarna Lárussysturnar, ótrúlega fallegar stelpur, mér finnst þær svo sætar að ég á ekki lýsingarorð yfir það. Anyways. Þær eru að setja upp eitthvað show á Nasa því þær syngja allar og spila á trompet og Þórunn sagðist bara vonast til að fólki líkaði þetta hjá þeim. Þá segir Gísli: "Ef þið verðið ömurlegar, þá eruð þið allavega sætar"!!!! Er maðurinn að glata samræðuhæfileikunum sem hann er svo rómaður fyrir??! Þórunn varð mjög skrýtin og gretti sig eitthvað, og Gísli varð alveg eins og bjáni: "nei, nei þið eruð ekkert ömurlegar, þið eruð frábærar" Góð redding! Ljósu punktarnir í þessum þætti voru Jagúar sem eru einfaldlega frábærir, og það hefur akkúrat ekkert með Gísla að gera, og svo upplestur Arnars Jónssonar á Disco Frisco, sem hann las með miklum tilþrifum. EN.. í framtíðinni þá held ég að ég geti alveg misst af þessum þætti. Nema í próftíð of course.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home