luxatio hugans

awakening

mánudagur, apríl 07, 2003

Ferlega er lífið steikt og skrítið, en það má alltaf læra eitthvað af því, og taka það með sér áfram. Áfram í aðeins meira basl. Þetta var önnur af tveim hugleiðingum dagsins. Hin er þessi; Af hverju verður dagskráin á RUV alltaf svona góð í próftíð? Þegar það er ekki próftíð, þá er kannski ömurleg heimildarmynd um jazzleikara frá Bandaríkjunum sem mig langar ekkert til að horfa á, en þegar það er próftíð þá er GEÐVEIKT áhugaverður þáttur um jazzleikara frá Bandaríkjunum sem ég gat ekki slitið mig frá. Vísindi fyrir alla er mjög skemmtilegt, Finnskar bíómyndir verða ómissandi og OMEGA, hver gæti trúað því að OMEGA sé bara svona skemmtileg stöð?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home