Þegar við Doddi bjuggum á stúdentagörðum í 49 m2, þá vorum við með næturgesti um nánast hverja einustu helgi. Ásta frænka var alltaf á landsliðsæfingum, Olli frændi var eitthvað að brasa og Árni frændi minn. Svo komu náttúrulega Palli og Baldur reglulega og tengdapabbi og bara alls kyns fólk. Og það besta var að yfirleitt komu fleiri en einn í einu. EN... eftir að við fluttum í 106 m2 þá hefur nánast enginn fengið gistingu eða svo til. Raggi var hjá okkur í viku reyndar, en tengdó er alltaf á hóteli, Palli gistir í íþróttahúsum, Baldur er orðinn fjölskyldufaðir, EF ÞIÐ SKYLDUÐ EKKI VITA ÞAÐ! Ásta á kærasta í R.vík og so videre og so videre. En svo kom að því að við fengum næturgesti og þá koma auðvitað allir í einu. Svona er þetta. Hér verður fullt út úr dyrum um helgina og það verður bara gaman. Ætli Silja komi svo ekki í mat með fjölskylduna sína. Systur sína, bróður sinn, vin bróður síns, bróðurson sinn og frænku sína (sem vann ekki söngkeppni framhaldsskólanna, skandall eða?) Þau hafa öll komið. Þau voru líka velkomin. Þórdís, þú ert ALLTAF velkomin......... Silja, hvenær ætlaru að bjóða mér í mat til Þórdísar? Má bróðir minn og vinur hans koma?
föstudagur, apríl 04, 2003
Tenglar
- B.
- Fótboltasögur SiljuSt
- Auja og Gísli í USA
- Hnakkinn
- Svala
- Cousin
- Baddi
- Promazin
- Jón Gunnar
- Hadda
- Robbi
- Villi
- Siggi
- mbl
- Eyjan
- Fésbókin
- Gmeil
- GOOOOOOGLE
- Baggalútur
- Haha, ég komið skyldum lesstofustjóra af mér, á næ...
- Muniði þegar við vorum í grunnskóla og kennarinn v...
- Ég var að segja Erik vini mínum frá því í dag hver...
- Í gær var 1. apríl og það fannst mér gaman. Ég rey...
- Júhú, eitt próf búið. Bara 3 eftir af þessu dauðan...
- Kúl. Kristín vinkona mín er nákvæmlega jafn gay og...
- Nú er ég búin að setja inn link á Kristinn Loga, a...
- Það kom lítill snepill inn um lúguna hjá mér í mor...
- Mjög gott kommbakk hjá Michael Jackson í gærkvöld....
- Um mig eru viðhöfð þau níð í bloggheiminum að ég s...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home