luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Muniði þegar við vorum í grunnskóla og kennarinn var að segja frá einhverju, t.d að tala um kött, þá var alltaf einhver sem sagði: frænka mín, hún á kött. Eða þegar kennarinn var að tala um skipstjóra, þá kom: sko maður frænku minnar, hann, hann er skipstjóri. Og svo framvegis. Ég var þessi krakki. Og því miður, er enn. Þegar við vorum á slysó um daginn, þá var ein stöðin eitthvað að fjalla um brunasár, og viti menn, mín var nú aldeilis með brunasár, út um allt, og flest komu við eldamennsku. Jæja, jæja nú er einhver aumingjans læknir á slysó (Hrafnkell) sem veit meira um brunasárin mín en hann kærir sig um að vita. Nema hvað að allar skemmtilegar sögur hafa pönsjlæn, og pönsjlænið hér er það, að mér tókst að brenna mig á genital svæðinu, við eldamennsku um daginn, EN ég lét ekki þar við sitja heldur sagði fólkinu frá því sem var með mér í hóp á slysó, eins og ég hefði á einhvern hátt verið að sanna mál mitt!! Þetta er sorglegt og ég veit það. En fyrsta skrefið í átt til bata er að viðurkenna vandann. Fyrir þá sem ekki vita hvað genital area er, þá minni ég á anatomiu linkinn stórgóða:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home