Í gær var 1. apríl og það fannst mér gaman. Ég reyndi að láta Baldur hlaupa fyrsta apríl, með því að fá Jónas Hvannberg (hvönnin, nösin) til að hringja í Bóbó, þykjast vera Jóhann Arnfinnsson, og segja honum að hann eigi að vera mættur í verklegt próf í anatómíu. Það gekk næstum því, en svo fórum við að hlæja. Fyndið hefði verið, ef Baldur hefði komið í skólann með óblásið hár:)
Svo lét ég óteljandi vini mína hringja í klámlínu undir þeim formerkjum að ég væri batteríslaus og gaf þeim upp þennan síma til að ná í mig. Þessu gleyptu allir við, þar með talinn Bjarni bekkjavinur minn, honum var nóg boðið. Honum fannst að ég væri búin að úthúða sér nóg, kallaði hann borðamellu, gerði mikið grín að færnisleysi hans við að setja upp nálar o.s.frv. Bjarni er mjög viðkvæmur og hann er enn að bíða eftir afsökunarbeiðni. Hana fær hann aldrei HAHAHAHAHAHA.
Svona er ég nú mikil tæfa. Ég lét meira að segja mömmu hringja í klámlínu. Hef reyndar ekkert heyrt frá henni, vona að hún hafi ekki dáið við það. Jæja anatómían bíður, vei vei
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home