luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Fátt myndi gleðja mig meir nú, en ef Fisichella yrði lýstur sigurvegari í F1 keppninni sem haldin var á sunnudaginn. GEÐVEIK keppni. Jordan kallinn á það líka skilið. Þegar ég var að byrja að horfa á formúlu á sínum tíma, þá var myndavélin oft og iðulega á Jordan og þulirnir sögðu "Hér sést Jordan sjálfur, áhyggjufullur á svip." Ég hafði aldrei séð Jordan öðruvísi en áhyggjufullan á svip fyrr en á sunnudaginn, þá hoppaði hann og skoppaði eins og lítið lamb af einskærri gleði og mér hlýnaði um hjartaræturnar og varð hálf klökk. Svo tóku helvítis fíflin sigurinn af honum :( En í mogganum í dag, er verið að fjalla um það að sennilega vann Fisichella eftir allt saman. Það væri óendanlega mikil snilld og Jordan kallinn gæti tekið gleði sína á ný. Mér finnst ljótt að fara svona með fólk. Sérstaklega hann Jordan sem er búinn að vera svo dapur í mörg ár að hann minnir helst á Eyrnaslapa. Eyrnaslapi er önnur döpur fígúra sem ég gæfi mikið fyrir að væri hægt að gleðja. En sjálf á ég reyndar mest bágt, því það eru bara 5 dagar í Anatomiu en það þyrftu að vera 50. Þannig að nú er ég Eyrnaslapi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home