luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, maí 01, 2003

Heyrist misjafnlega hátt í fólki þegar það borðar, eða er þetta alltaf spurning um stað og stund og jafnvel sálarástand þess, sem hljóðin heyrir???!!! Getur þetta verið spurning um misjafnlega kröftugan kokreflex eða er þetta allt ímyndun ein?! Í þessum vangaveltum mínum, eru mér ofarlega í huga bræður tveir af ákveðinni ættkvísl, sem ég hef kynnst ágætlega í gegnum tíðina, öðrum þeirra betur reyndar, en hinn kemur og fer....... Hefur mér fundist sem þeir gefi frá sér mikil hljóð við át sitt, stundum svo að það jaðrar við hávaða. Ég var að hugsa um það áðan að setja á mig peltorinn því ég komst ekkert áfram í glósunum, svo mikil fannst mér truflunin. Svo ég spyr aftur; Er þetta eingöngu pirringur í mér, í prófum og svona, eða er þetta andskotans kjams, brak í kjálkum og kokhljóð, ÆTTLÆGUR ANDSKOTI??!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home