luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Afskiptum þarf að linna

skrifar Friðbjörn Orri Ketilsson. Gaman væri nú að litlu frjálshyggjuguttarnir, sem líta allir eins út, færu nú að reyna að auka við orðaforða sinn og hugðarefni. Þetta er orðið svo þreytt. Ég hlustaði á útvarpsviðtal við einn guttann rétt fyrir jól um frumvarpið á auglýsingalöggjöfinni og ég gat mæmað með svörum hans. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja sjálfur á hverju hann kýs að drepa sig. Foreldrarnir eiga að hafa vit fyrir börnum sínum o.s.frv.
Einu sinni hafði ég æðislegan áhuga á stjórnmálum, setti mig inn á allt og hafði vit á öllu. Þvílík andskotans tímasóun. Mér finnst ég hafa vaxið upp úr þessu. Hver hefði trúað því að "what ever" gæti veitt manni svona mikla hugarró og vellíðan? Reyndar var Svala vinkona mín búin að segja mér þetta margoft. Allý, það eru bara ungar sálir sem taka þátt í stjórnmálum. Fólk sem virkilega trúir því að það geti breytt einhverju. Að sjálfsögðu þurfa hlutirnir að gerast, en ég er nú samt þeirra skoðunar að þó einhver ákveðinn hrindi ekki hlutunum í verk, þá gerir það einhver annar. Það hefur margoft sýnt sig, í vísindum til dæmis, að oft eru margir hópar vísindamanna vítt og breitt um heiminn í kapphlaupi við að ná sömu niðurstöðu. Því væri barnalegt að halda því fram að ef Edison hefði ekki fundið upp ljósaperuna að þá væru þær ekki til. Var það ekki annars hann?
Þess vegna segi ég "what ever" og látum aðra um það.
En gaman væri að varpa þeirri spurningu til ungra frjálshyggjumanna, sem eru ákafir talsmenn reykingamanna, hvort það væri frelsi mitt sem einstaklings, ef ég fengi þá fíkn að úða asbesti í kringum um mig hvert sem ég færi? Ég er bara alveg ótrúlega háð því að úða asbest, ég vel það sjálf, veit um áhættuna sem fylgir því og það fer svo sáralítið á aðra í kringum mig. Ef fólk þolir það ekki þá getur það bara farið eitthvert annað.
Er það frelsi mitt að fá að gera það?
Ég leyfi komment á þetta ef það skyldi einhver frjálshyggjumaður lesa þetta.

8 Comments:

At 5:04 e.h., Blogger Hadda said...

Ég ÞOLI ekki frjálshyggjumenn, en það er hægt að hafa áhrif og breyta hlutum. En maður verður að vera í aðstöðu til þess, oftast í meirihluta í ríkisstjórn og þá er það sennilegt að maður geti gert eitthvað. Gerist víst lítið í sófanum heima. En það sem er kannski best er að hafa skoðun, það að hafa ekki "áhuga" á stjórnmálum og halda að þetta skipti mann engu máli er náttúrulega það rosalegasta sem ég veit!
Fínt blogg hjá mér hérna í kommentakerfinu! En hvað segiði um 29. jan f þorrablót

 
At 6:02 e.h., Blogger Ally said...

já það gæti verið kúl. Fékkst þú annars meilið frá mér?
Skyldi einhver hafa fengið það?

 
At 12:41 f.h., Blogger B said...

Æi frjálshyggjumenn eru undarlegur þjóðflokkur.
Nóg um þá meira um það að ég er stórhrifin af þessari nýjung þinni að leyfa komment af og til :D
Bergþóra

 
At 8:21 f.h., Blogger Ally said...

Huh!!!
Engin frjálshyggjumaður kommentar, bara fólk sem þolir ekki frjálshyggjumenn. Einn frjálshyggjumaður sendi þó sms, veit ekki hvort hann þorir ekki að kommenta??

 
At 3:45 e.h., Blogger Svala said...

haha...sé tig fyrir mér med fulla føtu af asbest á kaffihúsum bæjarins...annars sætt af tér ad muna eftir tessari speki minni ;) og gott ad tú ert búin ad fatta tetta....

 
At 11:18 e.h., Blogger B said...

Híhí - ég er sko að hlæja að færslunni um ástkæra íþróttamanninn þinn.
Auðvitað átt þú að standa fremst í þvögunni og hvetja hann áfram. Fara svo í viðtal á öllum sjónvarps- og útvarpsstöðvum og tala um hvað þú sért stolt af honum og að það sé svo gaman að þessu og meira og meira. Og vera hressa sæta stuðningsríka sambýliskonan. Ég mana þig.

Þín Bergþóra

 
At 12:30 f.h., Blogger Ally said...

Kommentaðu á réttum stað Bergþóra!!

 
At 3:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vinkona mín á Akureyri bað mig að skrifa hér innlegg. Ég mun gera það en ekki fylgjast með svörum við því.

Reykingar eru slæmar. Það er augljóst. Hins vegar er það einnig augljóst að einstaklingar eiga fasteignir og eiga að hafa fullan rétt til að ráða því hvað gerist inn á þeirri fasteign. Rétt eins og við viljum stjórna því hvað gerist á heimilum okkar.

Ef ég á fasteign og er þar með 2 vinum og við erum allir að reykja sígarettur þá erum við ekki að skaða neinn nema okkur sjálfa. Ég hleypti þeim inn á fasteignina og þeir ákváðu að koma inn.

Ef þriðji vinurinn bætist í hópinn og hann reykir ekki þá hefur hann val um að koma inn eða ekki. Hann veit að það er reykt. Hann á að hafa þann sjálfsagða rétt að anda að sér reyknum og vera með okkur eða gera það ekki og fara. Sama er með þá sem fara inn á bílaverkstæði, vinna sem Flugfreyjur og annað. Áhættan er þekkt og valið er fólksins.

Ef ég segi honum að ekki sé reykt inni, en það er síðan gert, getur hann farið í mál við mig sem eigenda fasteignarinnar um að ég hafi valdið honum skaða og blekkt hann.

Sömu lögmál gilda um fasteignir sem vinsælar eru hjá fólki að hittast. T.d. veitingastaðir. Einstaklingar eiga þær byggingar og innréttuðu með eigin peningum. Eigendur staðanna ráða því hver kemur þar inn og hvað er þar gert. Það er ofbeldi að gagna gegn rétti fasteignareigandans til að stýra því hvað sé gert inni á fasteign hans og gegn því leggjast Frjálshyggjumenn.

Það er ekkert til sem heitir "réttur minn til að vaða inn á fasteignir annarra og ákveða þar hvernig lykt sé, hvað sé gert, og hvenær og hvernig eitthvað gerist". Slíkt er ágangur og þvingun gegn fasteignareigandanum og ráðstöfunarrétti hans yfir eign sinni.

Mjög einfalt.

Reykingar eru slæmar.
Þvinganir gegn fólki eru slæmar.

Friðbjörn Orri Ketilsson

 

Skrifa ummæli

<< Home