luxatio hugans

awakening

laugardagur, janúar 08, 2005

Flatlús lifir

Ég hef ansi oft keyrt á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Fyrir ótal mörgum árum, man ekki hvenær, rak ég augun í veggjakrot á malarnámu undir hlíðum Esjunnar. Þar stóð einmitt: "Flatlús lifir". Ekki botnaði maður neitt í yfirlýsingu þessari. Í öll þessi ár á eftir sá maður þetta alltaf, glotti út í annað en varð aldrei neinu nær, enda er það aukaatriði þegar kemur að töff veggjakroti. Smám saman dofnaði krotið og svo var það nær horfið. EN þegar ég kom keyrandi frá Akureyri í gær þá sá ég að einhver hafði tekið sig til og krotað upp á nýtt, með skínandi fersku litaspreyi, "Flatlús lifir enn".
Skyldi þetta vera einhver gaur sem neitar að leita sér lækninga við flatlús og er að rannsaka upp á eigin spýtur hve lengi hún lifir. Og eins og aðrir vísindamenn deilir hann niðurstöðunum með þjóðinni. Og staðan í dæminu er sú að hún þraukar enn helvísk. Ég spái því að gaurinn sé búinn að klóra af sér öll skapahár, því það getur ekki verið þægilegt að vera búinn að vera með flatlús í hátt í 20 ár. En ég mun fylgjast áfram spennt með framvindunni. Lifið heil.