Lífið
með Írafár er uppáhalds lagið mitt þessa dagana. Ég er algjör píkupoppari, ég veit það. Ég meira að segja gaf Gyðu systur minni diskinn með Írafór í jólagjöf og hún sagði: "Oj, hver getur hlustað á Írafár?!" Hún er 10 ára!! Allavega. Mér finnst textinn svo flottur. Gaurinn er búinn að fá nóg af lífinu og segir að það hafi aldrei gert neitt gott fyrir hann. En bíddu við, leyfðu mér að sýna þér hvað lífið er dásamlegt og hvað það hefur gert margt gott fyrir þig ef þú dregur hausinn út úr rassgati sjálfsvorkunar í smástund. Það finnst mér flottur boðskapur. Flottari en dauðans eilífðar beibí æ lov jú, væ dónt jú lov mí bakk...... jejeje vóóó.
<< Home