luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Mig vantar

200 milljónir. Ég þarf nefnilega að kaupa einbýlishús í Blikanesi sem sagt er dýrasta hús Íslandssögunnar. Það er hús drauma minna. Ég var að lesa umfjöllun um það og það er allt eftir mínu höfði og smekk. Hversu oft rekst maður á þannig eignir? Þannig að ég er að hugsa um að stökkva bara á þessa. 200 mills... anyone?? Ég er ekki einu sinni viss um tveir læknar á sérfræðilaunum dugi fyrir þessu. Dauði og djöfull að vera ekki kvótabarn.

Talandi um að vanta. Ingvar sonur minn hefur frá því að hann var ótalandi borið ótrúlegt skynbragð á dýra hluti. Hreint undarlegur fjandi oft á tíðum. Þeir Doddi fóru svo uppeftir í B&L fyrir jólin. Hann settist inn í alla bílana í sýningarsalnum en nei þeir voru ekki nógu góðir. Það var alltaf eitthvað ómögulegt. Þar til hann settist inn í 10 milljóna króna Range Rover jeppann, með öllum mögulegum aukabúnaði. Þá var hann sáttur og sagði: "Já, þetta er bíllinn sem mig vantar" Ekki langaði í, heldur vantaði. Við gerðum grín af honum og sögðum að hann yrði þá að byrja að safna. Það tók hann mjög alvarlega og hver einasta króna sem honum áskotnast þessa dagana fer inn á bókina. Það gekk svo langt að fyrir jólin var ég að drekka malt og Ingvar stóð yfir mér. Mamma ertu búin úr dósinni? En núna? Svo hrifsaði hann dósina af mér. Ég þarf að fá þessa dós. Ég er að safna fyrir bílnum.