luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 08, 2006

Spegill á uppeldið

Palli kom og borðaði með okkur kvöldmat í kvöld. Ester var óþekk við matarborðið eins og venjulega. Ester er afar matvönd og matartímarnir eru nánast alltaf martröð. Það endaði með því að Ester var sett frá borðinu og hún stóð frammi í holi og stóð á orginu. Þá fór Ingvar að útskýra fyrir Palla hvernig þessu væri nú háttað hér hjá okkur.
"Sko hún fer frá matarborðinu þegar hún vill ekki borða, og ef hún öskrar þá setjum við hana fram á mottuna. Það er skammarkrókurinn hennar. Og þar er hún þar til hún vill borða það sem er í matinn. Eða þar til við gefumst upp. Þá fær hún það sem hún vill."