luxatio hugans

awakening

sunnudagur, mars 12, 2006

Sunnudagsmorgunn

Stundum þegar ég vakna seinna en restin af fjölskyldunni, þá velti ég því fyrir mér hvar þau eru að ala manninn. Þau hafa voðalega gaman af því að æða eitthvert á sunnudagsmorgnum. Það hef ég ekki. Allavega ekki fyrir hádegi. Þá er nótt. Það þýðir samt ekki að ég sé að vakna núna, ég er búin að vera vakandi í góðan klukkutíma, og hef því nú í rúma klukkustund ekki haft hugmynd um það hvar fjölskylda mín er. Ég er pollróleg þrátt fyrir það. Skömm að því að sofa svona lengi samt. Það er ekki eins og ég hafi góða afsökun eins og ærlegt fyllerí, með tilheyrandi kostnaði, ælum og fjöri. Nei, ég bara elska rúmið mitt svoooooooo mikið.