luxatio hugans

awakening

föstudagur, maí 26, 2006

Doktor í Medicine

Þá er maður bara það. Doktor í medicine. Próf dauðans að baki. Tilfinningin var ólýsanleg að labba út áðan. Oft hefur maður væntingar til þess hvað það verður æðislegt að klára eitthvað próf, en svo klárar maður prófið, og ekkert gerist. Enginn léttir, engin vellíðan. En sú var ekki raunin áðan. Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm að klára nokkuð próf. Því eins og Tinna benti á, í morgun á leiðinni í prófið, þá erum við búin að hugsa um þetta próf í heilt ár. Í heilt ár er þetta próf búið að liggja á okkur eins og mara og við verið hálfvonlítil um að þetta væri vinnandi vegur. En við kláruðum þetta. Líf og fjör. Nú er bara að þrauka 4 daga og skerpa aðeins á skurðlæknisfræðunum. Sem fjórir dagar eru náttúrulega bara skammarlega nóg til að gera. Eins og ég hef bent biturlaust á áður.