luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, maí 23, 2006

Tittlingatog

Ég bjó til nýjan málshátt í gær.
Ég var að ræða við herbergisfélaga mína á Baró um yfirvofandi skriflega medicin prófið, þegar ég sagði að Doddi hefði sagt mér að það hefði ekki verið þetta sama helvítis tittlingatog í spurningunum úr smitinu á prófinu í ár eins og í gömlu spurningum. Svo sat ég í dágóða stund á eftir og japlaði á þessu. Tittlingatog, tittlingaTOG, TITTLINGATOG. Stelpur. Maður segir ekki tittlingatog. Er það??!! Ég sló semsagt saman því að "vera með hártoganir" og því að eitthvað sé "bölvaður tittlingaskítur", og ég trylltist úr hlátri þegar ég fattaði hvað ég er rugluð. Og þessi nýji málsháttur er náttúrulega ferlega subbulegur. Dömulegar læknisfrúr nota ekki subbulega málshætti. En nota samt auðvitað málshætti óspart. Helst í hverri setningu. Og svo hittumst við Þórhildur alltaf á sunnudögum og tölum dönsku á meðan við drekkum kókó úr mávastellinu.