Laugardagsmorgunn
Doddi fór frammúr með Ester í morgun. Svo reyndi hann að lúra aðeins í sófanum yfir Leitin af Nemó og rankaði við sér aftur við eitthvað brothljóð í ísskápnum. Svo birtist Ester heldur ófrýnileg á að líta með eggjaskurn í munninum. Þá hafði litla skessan farið í ísskápinn, tekið ósoðið egg og fengið sér bita. En hún lét ekki þar við sitja þó þetta færi heldur illa og allt eggjainnihaldið færi út um allt. Hún ákvað að reyna aftur, og fékk sér annað egg til að bíta í. Með sama góða árangrinum. Enda erum við að færast sífellt frá því að kalla hana skessustelpuna og köllum hana skrímslakrakkann. Samt sætasta og fyndnasta skrímsli sem til er.
<< Home