Litla dóttir mín
Við höfum aldrei svæft Ester Helgu. Bara lagt hana inn í rúm og sagt góða nótt og allt í góðu. Barnið hefur farið að sofa án vandræða. Svo núna 2 síðustu kvöld höfum við lagt hana inn í rúm og eins og venjulega þá heyrist ekkert í henni. En hún hefur hins vegar farið inn í fataskáp pabba síns sem er við hliðina á rúminu hennar, náð sér í sokka af honum, klætt sig í þá og að því loknu svifið sátt inn í draumalandið.

Þessar myndir eru teknar í fyrrakvöld. Í gærkvöldi sofnaði hún í svörtum sparisokkum af föður sínum:)

<< Home