luxatio hugans

awakening

mánudagur, júlí 24, 2006

Útilega í Vík

Fór í snilldar útilegu í Vík um helgina. Er svo sólbrunnin í framan að það er ekki fyndið. En það verður fallegt seinna. Þegar ég verð brún og leðurskorpin í framan. Þá verð ég undurfögur. Jamm. Við Doddi hentumst bara með börn og tjaldvagn og æddum af stað. Þegar á Vík var komið var fyrsta konan sem við sáum á Halldórskaffi, Kristbjörg Olsen, læknisfrú á Vík. Mér finnst Olsen virðulegt. Mér finnst að Siggi eigi að taka upp eftirnafnið Olsen. Svo geta þau opnað Olsen´s läkeraklinik og rakað inn peningum af því að fólk snobbar fyrir eftirnöfnum. Nema náttúrulega að óþokkaskapur Nelliar Olsen sitji í þjóðinni, þá mun þetta snúast í höndunum á þeim. En mörlandinn er fljótur að fyrirgefa og fer sennilega ekkert að heimfæra ótuktarskapinn á Olsen fjölskylduna á Grandanum. Svo mættu á laugardeginum til okkar Laxdal fjölskyldan. Starfandi yfirlæknir á Dalvík tók sér frí til að leggjast í ferðalög svo á þessu má augljóslega sjá að við Doddi þekkjum bara fínt fólk með fín nöfn. Megum bara vera þakklát fyrir að fá að vera með. Ég var svo á sunnudeginum kosin kappsamasti keppandinn í "SVÍN". Í kjörnefnd sat einn maður, Snorri Laxdal. Hefði heldur viljað vera besti keppandinn en það var víst frátekið fyrir aðra. Sem er náttúrulega stórfurðulegt.