luxatio hugans

awakening

sunnudagur, júlí 30, 2006

Veðurillskan

Veðrið er fyrirbæri sem er illa innrætt. Verstu morðingjar eru ekki svo útsmognir og kaldrifjaðir sem veðrið er. Fór áðan í grenjandi rigningu að kaupa mér regnhlíf fyrir tónleika Sigurrósar (sem ég heyri að eru að æfa sig núna). Þegar þetta er ritað, er engin rigning. Það er að létta til. Gott ef ekki sést til sólar. Sem er ágætt reyndar. Pirrandi að eiga regnhlíf samt.