luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, desember 14, 2006

Í bloggheimum

er glatað að kópera, en þegar um dægurmál er að ræða er hætt við að margir séu að fjalla um það sama. Skemmtilegasti spjallþáttarstjórnandi sem Ísland hefur alið og jafnframt sá sem minnst fór fyrir, Gummi Steingríms, ritar nákvæmlega það ég vildi sagt hafa.
Ein af svívirðilegustu setningum Björns Inga í Kastljósinu í gær var: “Ég veit að það er áfall fyrir Samfylkinguna að geta ekki lengur raðað fólki inn í stjórnsýsluna en það verður að viðurkennast að þannig urðu úrslit kosninganna.”
Eigum við að ræða úrslit kosninganna Björn Ingi??
Allavega........ ég jáa þetta allt saman. Það þýðir samt ekki að ég sé neitt æðislega hrifin af Degi B. eða Samfylkingunni.
Hvar í andskotanum raðast ég eiginlega í pólitík? Er ekki hægt að taka svona próf eins og áhugasviðsprófin forðum?
Jæja ég er farin í Powerrade!