luxatio hugans

awakening

föstudagur, janúar 12, 2007

Dagmömmuterror

Það skrifar einhver Sjallagella í Moggann og mærir dagmömmukerfið. Finnst að dagmömmukerfið eigi að vera sjálfsagður og góður valkostur. Djöfulsins krapp. Að setja þetta upp sem valkost er náttúrulega bara fyndið. Enginn velur dagmömmur. Þær brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Um leið og barnið fær pláss á leikskóla er það bæ bæ dagmamma. Það er enginn svo ánægður með dagmömmuna sína að hann velur hana áfram framyfir leikskóla. Sem segir okkur það að ef börn kæmust fyrr á leikskóla myndu þau hætta fyrr hjá dagmömmunni, ef börn kæmust strax á leikskóla færu engin börn til dagmömmu. Kalt mat. Persónulega finnst mér dagmömmukerfið harmleikur. Að ein kona beri ábyrgð á 5 börnum er rugl. Hvað ef það kemur upp krísa með eitt barn? Hver gætir þá hinna á meðan? Rugl. Ég vil bara fá Vuggestue þar sem eru margar konur. Þar sem það skapast engin krísa þó ein þurfi að bregða sér frá.
Ég spurði einu sinni reynda dagmömmu hvernig hún færi að þegar þau væru mörg að gráta í einu og vildu láta halda á sér. Hún svaraði því til að þau lærðu það fljótt að það þýddi ekkert að grenja, hún myndi ekki halda á þeim. En fallegt. Rúmenska kerfið.
Ég mun aldrei notfæra mér dagmömmur. Never.