luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Hvað höfum við gert barninu?

Ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að við Þóroddur séum ágætis foreldrar og ágætis fólk hreinlega. Eitthvað er Ingvar brenndur af samneytinu við okkur því um daginn sagði hann við vini sína: "Ég ætla ekki að verða læknir. Ég ætla að brjóta þessa hefð. Langafi Þóroddur var læknir, afi minn er læknir, pabbi er læknir, mamma er læknir, Baldur er læknir, Palli er læknir. Ég ætla sko ekki að vera læknir."
Þá sagði ég til að klóra eitthvað í bakkann: "En Palli er ekki læknir, hann er í lyfjafræði." Frekar aumkunarvert mótsvar.
En þá svaraði Ingvar: "Það er sama. Hann er að búa til lyf til að lækna fólk."
Það er svei mér mikið lagt á lítið barn að vera umkringdur öðru eins pakki.