Áramótablogg
Mikil spilajól hafa verið þessi jólin. Í fyrrakvöld áttust við brotabrot af Þotuliðinu. Tjokkóinn leit þó við rétt eftir lendingu frá Kanarí. Sagði hann okkur ofbeldissögur sem áttu lítið skylt við þann kærleiksanda sem ríkti í spilamennskunni, en svo brast hópurinn í söng og enn á ný var sunginn þjóðsöngur Kanaríeyja og allur ofbeldisandi gleymdist. Ég spilaði með jólagjöfina frá Örvari á höfðinu og voila........... inn í r...minni Örvars rataði ég. Örvar vissi alveg hvað hann var að gera þegar hann keypti þessa gjöf. Þessar riverdance gellur selja!
Í gærkvöldi voru svo hér nokkur "læknishjón" úr Hlíðunum. Aðein ein geta með sanni kallað sig hjón, hin eru bersyndug og flagga því og kunna ekki að skammast sín. Við gömlu nágrannarnir úr Bólstaðarhlíð 64 fylktum liði og stóðum okkur vel. Það er liðin sú tíð er ég hljóp í skólann til að þurfa ekki að labba samferða honum. Í dag er bara gaman að vera samferða Beisa. Reglulega gaman bara og við erum sammála um það að verða ekki samferða til Svíþjóðar. Maður lætur ekki bjóða sér þetta rugl!
Í dag er svo búið að laga sveppasúpu ala Helga Snorra með Árna frænda, saxa í Waldorf og allt er að verða klárt fyrir þetta blessaða gamlárskvöld. Klárlega ofmetnasta kvöld ársins, en jæja jæja. Ekki bætti úr skák að frétta að Kortararnir eru að plana að leggja undir sig jarðkúluna. Þetta sprettur upp eins og gorkúlur. Nei ég er að djóka. Við fögnum fleiri Korturum. Því fleiri því betra.
Gleðilegt nýtt ár!
<< Home